Stór kaldavatnsleki í Vesturbæ

21. January 2021 - 11:44

Rétt fyrir kl 1:00 í nótt kom upp stór kaldvatnsleki í lokahúsi vatnsveitu sunnan við aðalbyggingu Háskóla Íslands og lak mikið magn vatns inn í byggingar skólans. Lekinn uppgötvaðist í stjórnstöð vatns hjá Veitum þegar vart varð mikils þrýstingsfalls í dreifikerfi kalda vatnsins vestan Snorrabrautar. Lekinn var um 500l/s og stóð í 75 mínútur áður en náðist að loka fyrir, það runnu því út um 2250 tonn af vatni. Framkvæmdir hafa verið í gangi við endurnýjun vatnslagna á Suðurgötu og er lekinn talinn tengdur þeim. Fullur þrýstingur á kalda vatninu er nú hjá íbúum og fyrirtækjum í Vesturbæ.