Rask vegna framkvæmda við Vesturgötu Thu. 01. April kl. 12:00 - Fri. 30. April kl. 12:00

23. March 2021 - 11:15

Vegna fyrirhugaðra framkvæmda á lóð Vesturgötu 67 þurfa Veitur að færa kaldavatnsheimæð Vesturgötu 65a sem liggiur á lóð Vesturgötu 67. Lögnin verður færð á milli bygginga Vesturgötu 65a og Vesturgötu 65. Á meðan framkvæmd stendur má búast við raski og heftu aðgengi á milli bygginganna. Veitur munu upplýsa íbúa áður en framkvæmdir hefjast en reiknað er með að framkvæmdir verði í apríl. Veitur munu ganga frá eftir sig og skila yfirborði eins og yfirborð var áður en framkvæmdir hófust.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.