Tylko po islandsku

Upplýsingagjöf Veitna vekur athygli

08. April 2021 - 14:25

Við erum afar stolt af því að fá tvær tilnefningar til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna. Veitur leggja mikið upp úr því að upplýsa þegar kemur að framkvæmdum og erum við sífellt að leita betri leiða til þess að ná til fólks.

Tilnefningarnar í ár eru annarsvegar fyrir umhverfismerkingar vegna framkvæmda í Tryggvagötu en þar er um að ræða samstarfsverkefni Veitna og Reykjavíkurborgar. Merkingarnar sem bera heitið „Endurspeglum mannlífið“ unnum við með auglýsingastofunni Tvist.

Bregðumst við bylgjunni!

24. March 2021 - 18:00

Okkur finnst mjög gaman að hittast en vegna aðstæðna í samfélaginu verður afgreiðslan á Bæjarhálsinum lokuð fram yfir páska.

Þú getur sinnt erindum þínum gegnum Mínar síður, hringt í okkur í síma 516 6000, sent okkur skilaboð á Facebook eða tölvupóst á veitur@veitur.is.

Við stöndum að sjálfsögðu alltaf vaktina!

Fáir vita hvaðan neysluvatnið kemur

24. March 2021 - 11:49

Rétt rúmlega helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu þekkir uppruna neysluvatnsins á heimilinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Veitur létu gera um þekkingu og viðhorf til vatnsverndarsvæða í tilefni af alþjóðlegum degi vatnsins, 22. mars. Mikilvægt er að fólk sé meðvitað um hvar vatnsverndarsvæðin eru því mörg þeirra eru einnig vinsæl útivistarsvæði.

Guðbjörg Sæunn ráðin forstöðukona Framtíðarsýnar og reksturs

28. February 2021 - 13:38

Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir hefur verið ráðin forstöðukona Framtíðarsýnar og reksturs hjá Veitum. Hún útskrifaðist með BS próf í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og með M.Sc próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Að námi loknu hóf Guðbjörg störf á framleiðslusviði Össurar, fyrst sem ferilseigandi á CNC renniverkstæðinu þar til hún tók við öryggis- og umbótasviði framleiðslu og síðar starfaði hún sem framleiðslustjóri silikondeildar.

Aukin vöktun neysluvatns í Heiðmörk

16. February 2021 - 08:09

Veitur hafa sett upp vöktunarbúnað til að vakta mögulegar breytingar á efnainnihaldi neysluvatns frá vatnstökusvæðum í Heiðmörk ef kæmi til eldgoss á Reykjanesskaga.

Tekin var ákvörðun um vöktunina í kjölfar fundar með almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra  sem haldinn var þegar land reis vegna kvikuinnskots nærri fjallinu Þorbirni við Grindavík. Með gosi á því svæði gætu gosefni borist til höfuðborgarsvæðisins, fallið niður á vatnstökusvæðin og ógnað drykkjarhæfi vatnsins. 

Veitur semja við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum

15. February 2021 - 08:32

Veitur hafa tekið tilboði Securitas í uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum hjá viðskiptavinum. Samningurinn er um 1.800 milljóna króna virði.  Um er að ræða mælaskipti á um 102 þúsund rafmagnsmælum, 55 þúsund varmamælum og 3 þúsund vatnsmælum á þjónustusvæði Veitna. 

Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum

27. January 2021 - 13:07

Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. Diljá  útskrifaðist með B.Sc. gráðu í gervigreind (Artificial Intelligence) frá Háskólanum í Edinborg árið 2013.  Hún hefur síðan unnið við stafræna innleiðingu og snjallvæðingu hjá fjármálafyrirtækjum og bönkum í Skotlandi, m.a. hjá lífeyrissjóðnum Standard Life,  Tesco Bank og  Fortune 500 fyrirtækinu FIS sem býður upp á margvíslegar fjármála- og hugbúnaðarlausnir og þjónustu. 

Mistök ástæða vatnstjóns í Háskóla Íslands

26. January 2021 - 15:10

– rýni á verklagi hafin 

– mat á tjóni og bótaábyrgð liggur ekki fyrir

Mistök voru gerð við framkvæmdir á vegum Veitna við Suðurgötu sem ollu því að stofnlögn vatns fór í sundur þannig að vatn flæddi inn í byggingar Háskóla Íslands. Verið er að endurnýja lögnina og veggur lokahúss, sem styður við hana, var rofinn of snemma í verkinu. Þar sem enn var þrýstingur á lögninni fór hún í sundur á samskeytum með þessum afleiðingum.