Upplýsingagjöf Veitna vekur athygli
08. April 2021 - 14:25
Við erum afar stolt af því að fá tvær tilnefningar til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna. Veitur leggja mikið upp úr því að upplýsa þegar kemur að framkvæmdum og erum við sífellt að leita betri leiða til þess að ná til fólks.
Tilnefningarnar í ár eru annarsvegar fyrir umhverfismerkingar vegna framkvæmda í Tryggvagötu en þar er um að ræða samstarfsverkefni Veitna og Reykjavíkurborgar. Merkingarnar sem bera heitið „Endurspeglum mannlífið“ unnum við með auglýsingastofunni Tvist.