Tylko po islandsku

Veitur snjallvæða mælakerfi raf- hita- og vatnsveitu

01. December 2020 - 10:02

Veitur hafa gert samning við slóvenska fyrirtækið Iskraemeco um kaup á framsækinni lausn til að snjallvæða mæla raf- hita- og vatnsveitu. Samningurinn hljóðar upp á um 2 milljarða króna og felur í sér kaup á mælum og hugbúnaðarkerfum ásamt aðlögun þeirra að rekstri Veitna. Um er að ræða rafmagnsmæla og samskiptalausn (NB-IoT) frá Iskraemeco, varma- og vatnsmæla frá Diehl Metering og fjarskipti í gegnum kerfi Vodafone Ísland.

Veitur áforma að innleiða snjallvædda mæla hjá öllum viðskiptavinum sínum á næstu árum og tengja við hugbúnaðarkerfi. Því fylgir ýmis ávinningur:

Samvinna í uppbyggingu rafmagnsinnviða

12. November 2020 - 10:55

Veitur ohf og Strætó bs hafa skrifað undir viljayfirlýsingu þar sem fyrirtækin hyggjast sameina krafta sína til að tryggja að uppbygging rafmagnsinnviða Veitna taki tillit til þarfa Strætó og annarra vistvænna ferðamáta. Með þessu vilja fyrirtækin, sem bæði eru í eigu almennings, leggja sitt að mörkum til að lágmarka samfélagslegan kostnað við orkuskipti í samgöngum á Íslandi.

Óvenjuleg lykt af heita vatninu í Vesturbæ

06. November 2020 - 17:46

Veitum hafa borist ábendingar um óvenjulega lykt af heitu vatni í Vesturbæ Reykjavíkur. Ítarlegar greiningar eru í gangi á því hvað getur valdið, bæði hjá sérfræðingum hitaveitu sem og af öðrum sérfræðingum.

Strax voru gerðar mælingar á hitaveituvatninu í borholum í Lauganesi, frá geymum í Öskjuhlíð sem fæða Vesturbæinn og í dælustöð á Fornhaga. Mælt var brennisteinsvetni (H2S), súrefni (O2) og sýrustig (pH). Niðurstöður voru allar eðlilegar. Sýni hafa einnig verið tekin í heimahúsum, tönkum og dælustöðvum. 

Veitur fá styrk til rannsókna á jarðhita innan borgarmarka

23. October 2020 - 16:00

Veitur fengu á dögunum styrk til þátttöku í samevrópska verkefninu RESULT til rannsókna á jarðhita innan borgarmarka. Styrkurinn er veittur af Geothermica sem er alþjóðlegur sjóður sem styrkir rannsóknir á jarðhita og er Rannís íslenski styrkjandinn. Verkefnið er samstarfsverkefni Veitna, ÍSOR og erlendra samstarfsaðila í Hollandi og Írlandi og er það leitt af hollensku vísindarannsóknarstofnuninni TNO.

Leki í Reykjaæð 2

19. October 2020 - 12:44

Leki er kominn að Reykjaæð 2 þar sem hún liggur undir Úlfarsfelli við Vesturlandsveg í Mosfellsbæ. Reykjaæð 2 er önnur af tveimur stofnlögnum hitaveitu sem flytja heitt vatn frá jarðhitasvæðum í Mosfellsbæ til Reykjavíkur. 

Trítlateljarar - Veitur nýta nýja tækni til mælinga á örverum í neysluvatni

24. September 2020 - 12:44

Veitur hafa tekið í notkun sjálfvirkar frumuflæðissjár sem gefa samfellda sýn á magn örvera og breytingar á fjölda örvera í neysluvatni. Mælitækið, sem kallað hefur verið trítlateljari innanhúss hjá Veitum, er þróað af Sigrist Photometer AG í Sviss og var tilnefnt til nýsköpunarverðlauna á tækni- og nýsköpunarviðburðinum AquaTech í lok árs 2019. Það er hið eina sinnar tegundar sem framkvæmir sjálfvirkt allt ferli frumuflæðimælingar, þ.e. allt frá sýnatökunni sjálfri og að veflausnum sem sjá um miðlun á niðurstöðum greininga til notandans.

Jarðborinn Nasi ræstur í Bolholti

06. September 2020 - 13:02

Í vikunni munu framkvæmdir á lóð Veitna við Bolholt 5 í Reykjavík hefjast formlega þegar jarðborinn Nasi verður settur í gang. Um er að ræða vinnu við eina gjöfulustu heitavatnsborholu Veitna sem hefur þjónað borgarbúum frá árinu 1963.

Nú er svo komið að þrenging er í holunni og hrun sem veldur því að dregið hefur úr afköstum hennar. Því er nauðsynlegt að fara í framkvæmdina til að rýma, hreinsa og fóðra holuna áður en hún verður endurvirkjuð fyrir næsta vetur.