Tylko po islandsku

Brennisteinslykt vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun - viðgerð lokið

28. August 2020 - 15:24

Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun jókst styrkur brennisteinsvetnis í heitu vatni á ákveðnum svæðum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Búið er að finna bilunina sem varð þess valdandi að styrkur brennisteinsvetnis í heita vatninu jókst lítillega.

Svæðin sem um ræðir eru: Grafarholt, Norðlingaholt, Seláshverfi, Breiðholt, Kópavogur utan Lundarhverfis, Garðabær, þ.m.t. Álftanes, Hafnarfjörður og sumarbústaðarhverfi í Miðdalslandi (sjá meðfylgjandi kort).

Viðgerð á heitavatnslögn í Hafnarfirði

22. August 2020 - 15:20

Í gær varð bilun í heitavatnslögn í Hafnarfirði sem olli töluverðum leka. Þessi bilun varð til þess að loka þurfti fyrir heitt vatn á hluta Hafnarfjarðar. Til þess að klára viðgerðina þurfti að auki að loka á heitt vatn á Álftanesi og hluta Garðabæjar seinna um kvöldið. Viðgerð lauk um kl 2.45 í nótt en áhleyping vatns á lögnina var gerð í hlutum og kl 5.30 voru allir íbúar komnir með fullan þrýsting á heita vatnið.

Luku tengivinnu átta tímum á undan áætlun

18. August 2020 - 19:13

Þessa stundina er verið að hleypa heitu vatni aftur á þau hverfi höfuðborgarsvæðisins sem hafa verið heitavatnslaus frá því í nótt. Framkvæmdir hafa gengið vonum framar og lauk þeim ríflega átta klukkustundum á undan áætlun. Ráðgert var að hefja áhleypingu um kl. 02:00 í nótt og að allir væru komnir með heitt vatn kl. 9 í fyrramálið. Nú lítur út fyrir að sú verði raunin fyrir miðnætti. Um er að ræða eina umfangsmestu hitaveitulokun á vegum Veitna. 

Öryggiskeilan Finnur kynnir nýja Framkvæmdasjá Veitna

15. July 2020 - 16:01

Viðskiptavinir Veitna geta nú skoðað stærri framkvæmdir fyrirtækisins á nýrri framkvæmdasjá á vefnum. Markmiðið með nýrri framkvæmdasjá er að auka upplýsingagjöf, ekki síst til þeirra sem verða fyrir raski af völdum framkvæmda við veitukerfin sem aldrei hafa verið eins umfangsmiklar og í sumar. Í framkvæmdasjánni má finna upplýsingar um hvað verið er að gera, hvenær verkin hefjast, áætluð verklok, umfang og ábyrgðaraðila vilji fólk koma á framfæri athugasemdum.

 

Endurspeglum mannlífið á Tryggvagötu

10. July 2020 - 16:03

Framkvæmdir á vegum Veitna og Reykjavíkurborgar á Tryggvagötu ganga vel. Jarðvinna er í fullum gangi og búið er að grafa allt áfangasvæðið í fyrsta áfanga upp eða fyrir framan Tollhúsið og Naustin. Fornleifafræðingar og starfsfólk hefur verið á vettvangi og fundist hefur gamall sjóvarnargarður fyrir framan Tollhúsið. Hægt verður að varðveita hann að hluta undir nýja torginu í götunni. Annar hluti garðsins var illa farinn en var mældur upp og skrásettur.   
 

Afhendingaröryggi Veitna á rafmagni staðfest

06. July 2020 - 22:35

Niðurstöður START hópsins, starfshóps um rekstrartruflanir, fyrir 2019 staðfesta mælingar Veitna um að raforkuöryggi til viðskiptavina Veitna hafi verið afar stöðugt á árinu. Um töluverða bætingu er að ræða frá fyrri árum sem þó voru fremur góð. Í skýrslu START-hópsins fyrir árið 2019 kemur fram að hjá dreifiveitum rafmagns í þéttbýli sé meðallend skerðingar yfirleitt innan við klukkustund. Hjá Veitum var þessi stuðull 7 mínútur árið 2019 sem er töluverð bæting og virkilega góður árangur en þetta þýðir að áreiðanleikastuðull rafmagns hjá Veitum er 99,99867%.

Heitt vatn lak í Varmá í Mosfellsbæ

22. June 2020 - 17:22

Leki kom að heitavatnslögn við dælustöð Veitna í Mosfellsbæ með þeim afleiðingum að nokkuð magn af heitu vatni fór út í Varmá. Búið er að stöðva lekann og leit að biluninni stendur yfir. Eftirlitsaðilar hafa verið upplýstir um málið.

Mynd: Gasskiljunarstöð við dælustöð hitavetu í Mosfellsbæ. 

Bilanir á Deildartunguæð

22. June 2020 - 15:45

Nú standa yfir viðgerðir á tveimur stöðum á Deildartunguæð, flutningslögn hitaveitu frá Deildartungu til Akraness og Borgarness, eftir að leki kom að henni þar sem hún liggur yfir Andakílsá og við bæinn Varmalæk í Borgarfirði. Lekinn er áætlaður 5-10 l/sek en meðalrennsli árinnar sjálfrar er að jafnaði um 3.000-22.000 l/sek. Í hádeginu var lokað fyrir rennsli vatnsins frá Deildartungu en einn tímafrekasti hluti viðgerðanna er að tæma lögnina. Fulltrúar frá Hafrannsóknarstofnun eru á verkstað við Andakíl og sinna þar eftirliti og ráðgjöf, m.a.