Tylko po islandsku

Um 200 störf sköpuð með auknum fjárfestingum Veitna

28. May 2020 - 11:33

Á stjórnarfundi Veitna þann 8. apríl sl. voru samþykktar aðgerðir til að bregðast við þeim afleiðingum sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á atvinnulíf landsins. Veitur ætla að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og auka fjárfestingar í mannaflsfrekum verkefnum með það að leiðarljósi að viðhalda atvinnustigi í landinu eins og kostur er. Gert er ráð fyrir að hátt í 200 störf skapist vegna þessara framkvæmda.

Fá vatn frá virkjunum í stað borholna

26. May 2020 - 13:11

Hitaveita Veitna mun á næstu dögum breyta afhendingu heits vatns í nokkrum hverfum borgarinnar og í Mosfellsbæ svo þau fái upphitað vatn frá virkjunum ON á Hellisheiði og á Nesjavöllum í stað vatns úr borholum á jarðhitasvæðum í Reykjavík og Mosfellsbæ. Hverfin sem fá virkjanavatn í stað jarðhitavatns eru Reykjavík vestan Elliðaáa ásamt Árbæjarhverfum og Mosfellsbær. 

Skýrsla um landtengingu skipa við rafdreifikerfi Veitna

25. May 2020 - 11:59

Út er komin skýrsla starfshóps á vegum borgarstjóra um rafvæðingu hafna og landtengingar í höfnum Faxaflóahafna. Hlutverk starfshópsins var að finna hagkvæmar leiðir að því að efla landtengingar skipa í höfnum með uppsetningu háspennutenginga og lágmarka þannig áhrif losunar efna sem hafa áhrif á loftslag og valda hlýnun andrúmsloftsins frá hafntengdri starfsemi. Losun gróðurhúsalofttegunda innan starfssvæðis Faxaflóahafna nemur um 1% af heildarlosun á Íslandi.

Stórt skref stigið í rafvæðingu hafna í Reykjavík

15. May 2020 - 15:04

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Faxaflóahafnir, Veitur, Samskip og Eimskip undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík. Búnaðurinn mun draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og staðbundinni loftmengun frá starfsemi hafnarsvæða í Reykjavík. Um er að ræða fyrsta áfanga í því verkefni að tryggja raftengingar fyrir stærri skip í höfnum á Íslandi. 

Olíumengaður jarðvegur fannst við framkvæmdir í Elliðaárdal

14. May 2020 - 18:20

Við framkvæmdir í Elliðaárdal í dag kom verktaki á vegum Veitna niður á mannvirki í jörðinni sem ekki var vitað af við Rafstöðvarveg rétt við lagnastokkinn sem liggur yfir árnar neðarlega í dalnum. Talið er að um gamlan, steyptan olíutank sé að ræða. Tankurinn, sem í reyndist vera olíumengaður jarðvegur, er í aðeins 15-20m fjarlægð frá árbakka Elliðaáa. Vitað var að á þessu svæði gæti möglulega fundist mengaður jarðvegur en ekkert í líkingu við það magn er fannst í dag.

Ríflega 16% landsmanna henda rusli í klósett

07. May 2020 - 13:23

Um 16,5% landsmanna segjast hafa hent blaut-og sótthreinsiklútum og öðru rusli í klósettið en 83,5% landsmanna segjast engu henda. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar sem gerð var fyrir Veitur fyrri hluta aprílmánaðar. Nýlega var greint frá því að skólphreinsistöð Veitna við Klettagarða í Reykjavík varð óstarfhæf um tíma þannig að beina þurfti óhreinsuðu skólpi í sjó vegna gríðarlegs magns af sótthreinsi- og blautklútum og öðru rusli sem hafði verið hent í salerni á veitusvæðinu og skapað mikið álag á búnað hreinsistöðvanna.

Hitaveitubilun veldur vatnsleysi í vesturhluta borgarinnar

25. March 2020 - 21:33

Við viðgerð á stofnæð hitaveitu við Valsheimilið í Reykjavík fór lögnin í sundur með þeim afleiðingum að vesturhluti borgarinnar er nú heitavatnslaus. Unnið er að því að setja vatn aftur á eftir öðrum leiðum. Talið er að um þrjár klukkustundir taki að ná upp fullum þrýstingi í kerfinu.

Bilunin nú tengist stórum leka er varð á svipuðum stað í desember síðastliðnum. Þá var gert við staðbundna skemmd á lögninni en nú er ljóst að sá leki hefur valdið skemmdum á lögninni víðar. Hún verður nú tekin úr rekstri svo ekki verði truflanir á rekstri af hennar völdum aftur.

Óhreinsað skólp í sjó vegna blautklúta

23. March 2020 - 18:05

Hreinsistöð fráveitu við Klettagarða er nú óstarfhæf og fer óhreinsað skólp í sjó. Ástæðan er gríðarlegt magn af blautklútum, t.a.m. sótthreinsiklútum, í fráveitukerfinu. Svo virðist sem magn slíkra klúta, sem hent er í salerni, hafi aukist margfalt undanfarna daga og hefur það skapað mikið álag á allan búnað hreinsistöðva og starfsfólk.