Rafbílar

Ertu að hugsa um hvort þú eigir að fá þér rafbíl? Eða áttu kannski rafbíl nú þegar?

Hvort heldur sem er þá geturðu fengið fullt af upplýsingum um að hverju þarf að huga á vefnum okkar. Meðal annars færðu upplýsingar um hvernig haga þarf hleðslu heima, ýmsa öryggisþætti, skýringar á hugtökum og hlekki á vefsíður með ítarefni og söluaðila hleðslulausna.

Veitur bjóða ekki upp á hleðslulausnir né uppsetningar á þeim en við veitum ráðgjöf um hvort unnt sé að tengja hleðslustöðvar við dreifikerfið og að hverju þarf að huga þegar kemur að notkun á rafbíl og hleðslu þeirra.

Gangi þér vel að skipta í nýjan orkugjafa í samgöngum.

 

Hlaðið heima í hlaði