Safnkerfi fráveitunnar

Skólp kemur frá notendum, bæði heimilum og iðnaði og er því dælt í gegnum dælustöðvar í hreinsistöðvar. Ofanvatn fer annaðhvort beint út í viðtaka eða blandast skólpinu og er dælt með því í dælustöðvar.

Hreinsistöðvar eru af tvennum toga; eins þrepa hreinsistöðvar við sjávarsíðuna sem skila hreinsuðu skólpi nokkra kílómetra á haf út og tveggja þrepa lífrænar hreinsistöðvar, sem reknar eru við þéttbýliskjarna í uppsveitum þar sem viðtaki er viðkvæmur, s.s. ár og vötn.

Manngerðar tjarnir við Norðlingaholt, Grafarholt, í Fossvogi og víðar á höfuðborgarsvæðinu gegna mikilvægu hlutverki í fráveitukerfinu með því að draga úr því að ýmis mengunarefni komist í ár og læki og hafi þar neikvæð áhrif á lífríkið. Ofanvatn af götum og lóðum rennur í tjarnirnar þar sem mengunarefni, svo sem malbik, gúmmíagnir úr dekkjum, málmar og þungmálmar, falla til botns og olíur og bensín fljóta upp. Reynslan sýnir að allt að 80% mengunarefna verða eftir í tjörnunum. Auk þess jafna settjarnirnar rennsli í viðkvæma viðtaka.

Dælu- og hreinsistöðvar fráveitu