Samkeppnishæf starfskjör og umbun
- Starfskjör og hlunnindi taka mið af eðli starfs, frammistöðu, ábyrgð, álagi, og markaðsaðstæðum.
- Allt starfsfólk eiga að njóta sömu virðingar og njóta jafnréttis til launa, umbunar og starfsþjálfunar.

Við fylgjumst vel með launaþróun á vinnumarkaðnum og höfum þá stefnu að laun skuli vera samkeppnishæf. Við gætum þess vel að kynbundinn launamunur sé ekki til staðar.
Veitur hafa ýmislegt fleira að bjóða starfsfólki:
- Íþróttastyrk: til að styðja sig í heilbrigðum lífsstíl
- Fræðslustyrk: hvort sem er til að efla sig á starfssviði eða í persónulegri færni
- Samgöngustyrk: til að styðja sig í heilbrigðum og umhverfisvænum lífsstíl
- Orlofshús: til að njóta góðra stunda utan vinnu víða um land
- Mötuneyti: til að njóta úrvals hádegisverðar við allra hæfi á lágmarksverði
- Líkamsrækt: til að styrkja líkamann í góðum félagsskap að Bæjarhálsi