Skipulag og stjórnendur

gudrun_erla_280.jpg

Guðrún Erla Jónsdóttir gegnir starfi framkvæmdastjóra Veitna tímabundið. Hún lauk B.Sc.prófi í ferðamála- og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 2004 með viðkomu í San Diego State University, stundaði framhaldsnám í Syddansk Universitet í Odense og lauk M.Sc.prófi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands 2006.

Guðrún Erla starfaði sem skrifstofustjóri hjá Orkuveitu Húsavíkur til 2008 og síðan sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins þar til hún gekk til liðs við OR árið 2015.

Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir

Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir
forstöðumaður, er með mastersgráðu í vélaverkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku.
Hún hóf störf hjá Veitum vorið 2018 og hefur áður starfað hjá Marel, Hugsmiðjunni og Símanum. 

Framkvæmdir
Verklegar framkvæmdir, verktakaumsjón, verkstæði og umsjón lóða.

Hans Liljendal Karlsson

Hans Liljendal Karlsson
forstöðumaður, er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðartæknifræði frá Ingeniørhøjskolen í Kaupmannahöfn.
Áður en hann tók við starfi forstöðumanns starfaði hann sem sérfræðingur stjórnkerfa.

Kerfisþróun og stýring
Stjórnstöðvar, þróun og rekstur stjórn- og snjallkerfa, aðgerðastýring, svæðisstjórar, scheduling, landupplýsingar og snjallmælar.

Inga Lind Valsdóttir

Inga Lind Valsdóttir
forstöðumaður, er með B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og stundaði meistaranám í sömu grein við Chalmers Tekniska Högskola í Svíþjóð. Hún var áður teymisstjóri verkefnastjóra.

Tækniþróun
Verkefnastýring, hönnun, verkumsjón, fageftirlit, verkefnaskrá framkvæmdaverkefna, tengsl við sveitarfélög og umsjón fasteigna.

Harpa Þ. Böðvarsdóttir

Harpa Þuríður Böðvarsdóttir,
forstöðumaður, er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands (2004) og í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017. Áður hafði hún lokið BA prófi í stjórnmálafræði frá HÍ árið 2000.

Stefna og árangur
Markmið, mælikvarðar, stefnuáætlanir, yfirsýn og stýring umbóta- og stefnuverkefna, tengiliður við móðurfélag, samræming og umsjón sameiginlegra mála, nýsköpun.

Hafliði Jón Sigurðsson

Hafliði Jón Sigurðsson
forstöðumaður, er með M.Sc. gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands Hann starfaði áður hjá Rhino Aviation þar sem hann var framkvæmdastjóri markaðs- og sölumála.

Hitaveita
Framtíðarsýn, afkoma og arðsemi, nýsköpun og þróun, auðlindir, markmið, stefna og áætlanir starfsleyfi, lög og reglur, viðskiptavinir og markaðsmál miðils, verðskrá og tjón og áhætta.

Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir

Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir
forstöðumaður, útskrifaðist með BS próf í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og með M.Sc próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Frá því hún lauk námi hefur hún starfað hjá Össuri.

Fráveita
Framtíðarsýn, afkoma og arðsemi, nýsköpun og þróun, viðtaki, markmið, stefna og áætlanir, starfsleyfi, lög og reglur, viðskiptavinir og markaðsmál miðils og verðskrá.

johannes_thorleiksson_140_px.jpg

Jóhannes Þorleiksson, 
forstöðumaður, er með M.Sc. gráðu í raforkuverkfræði frá Chalmers Tekniska Högskola í Svíþjóð. Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri Norconsult á Íslandi.
 

Rafveita
Framtíðarsýn, afkoma og arðsemi, nýsköpun og þróun, markmið, stefna og áætlanir, starfsleyfi, lög og reglur, viðskiptavinir og markaðsmál miðils, verðskrá, tjón og áhætta og R.Ö.S.K.

Arndís Ósk Ólafsdóttir

Arndís Ósk Ólafsdóttir
forstöðumaður, lauk BS próf í umhverfis og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands 2004 og meistaragráðu í Water Resource Engineering frá Heriot Watt University í Edinborg 2006. Frá 2017 hefur hún verið tæknistjóri vatnsveitu.

Vatnsveita
Framtíðarsýn, afkoma og arðsemi, nýsköpun og þróun, auðlindir, markmið, stefna og áætlanir, starfsleyfi, lög og reglur, viðskiptavinir og markaðsmál miðils, verðskrá, tjón og áhætta og sjó- og gasveita.

Skipulag Veitna

Skipulag Veitna