Skipulag og stjórnendur

Inga Dóra Hrólfsdóttir

Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, er byggingarverkfræðingur frá Háskóla Íslands 1993 og með Meistarapróf frá Chalmers Tekniska Högskola í Svíþjóð auk rekstrar og viðskiptanáms frá Endurmenntun HÍ.

Hún hóf störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur árið 1996 og starfaði hjá Orkuveitunni frá stofnun hennar. Á ferli sínum innan OR hefur hún m.a. verið deildarstjóri landupplýsingakerfa, sviðsstjóri tæknimála og sviðsstjóri framkvæmda.

Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir

Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir
forstöðumaður, er með mastersgráðu í vélaverkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku.
Hún hóf störf hjá Veitum vorið 2018 og hefur áður starfað hjá Marel, Hugsmiðjunni og Símanum. 

Framkvæmdir
Verklegar framkvæmdir, verktakaumsjón, verkstæði og umsjón lóða.

Hans Liljendal Karlsson

Hans Liljendal Karlsson
forstöðumaður, er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðartæknifræði frá Ingeniørhøjskolen í Kaupmannahöfn.
Áður en hann tók við starfi forstöðumanns starfaði hann sem sérfræðingur stjórnkerfa.

Kerfisþróun og stýring
Stjórnstöðvar, þróun og rekstur stjórn- og snjallkerfa, aðgerðastýring, svæðisstjórar, scheduling, landupplýsingar og snjallmælar.

Inga Lind Valsdóttir

Inga Lind Valsdóttir
forstöðumaður, er með B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og stundaði meistaranám í sömu grein við Chalmers Tekniska Högskola í Svíþjóð. Hún var áður teymisstjóri verkefnastjóra.

Tækniþróun
Verkefnastýring, hönnun, verkumsjón, fageftirlit, verkefnaskrá framkvæmdaverkefna, tengsl við sveitarfélög og umsjón fasteigna.

Harpa Þ. Böðvarsdóttir

Harpa Þ. Böðvarsdóttir,
forstöðumaður, kemur til starfa í janúar 2019.

 

 

Stefna og árangur
Markmið, mælikvarðar, stefnuáætlanir, yfirsýn og stýring umbóta- og stefnuverkefna, tengiliður við móðurfélag, samræming og umsjón sameiginlegra mála, nýsköpun.

Hafliði Jón Sigurðsson

Hafliði Jón Sigurðsson
forstöðumaður, er með M.Sc. gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands Hann starfaði áður hjá Rhino Aviation þar sem hann var framkvæmdastjóri markaðs- og sölumála.

Hitaveita
Framtíðarsýn, afkoma og arðsemi, nýsköpun og þróun, auðlindir, markmið, stefna og áætlanir starfsleyfi, lög og reglur, viðskiptavinir og markaðsmál miðils, verðskrá og tjón og áhætta.

Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir

Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir
forstöðumaður, kemur til starfa í janúar 2019.

 

 

Fráveita
Framtíðarsýn, afkoma og arðsemi, nýsköpun og þróun, viðtaki, markmið, stefna og áætlanir, starfsleyfi, lög og reglur, viðskiptavinir og markaðsmál miðils og verðskrá.

Starfsfólk

Forstöðumaður Rafveitu 
Við erum að ráða í stöðuna.
 

 

 

Rafveita
Framtíðarsýn, afkoma og arðsemi, nýsköpun og þróun, markmið, stefna og áætlanir, starfsleyfi, lög og reglur, viðskiptavinir og markaðsmál miðils, verðskrá, tjón og áhætta og R.Ö.S.K.

Arndís Ósk Ólafsdóttir

Arndís Ósk Ólafsdóttir
forstöðumaður.
 

 

 

Vatnsveita
Framtíðarsýn, afkoma og arðsemi, nýsköpun og þróun, auðlindir, markmið, stefna og áætlanir, starfsleyfi, lög og reglur, viðskiptavinir og markaðsmál miðils, verðskrá, tjón og áhætta og sjó- og gasveita.

Skipulag Veitna

Skipulag Veitna