Skipulag og stjórnendur | Veitur

Skipulag og stjórnendur

Framkvæmdastjóri: Inga Dóra Hrólfsdóttir
Tækniþróun: Ásdís Kristinsdóttir
Rekstur: Hafliði Jón Sigurðsson
Viðhaldsþjónusta: Hildur Ingvarsdóttir
Stjórnstöð: Hans Liljendal Karlsson

inga-dora.jpg

Inga Dóra Hrólfsdóttir

Inga Dóra Hrólfsdóttir er byggingarverkfræðingur frá Háskóla Íslands 1993 og með Meistarapróf frá Chalmers Tekniska Högskola í Svíþjóð auk rekstrar og viðskiptanáms frá Endurmenntun HÍ. Hún hóf störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur árið 1996 og starfaði hjá Orkuveitunni frá stofnun hennar. Á ferli sínum innan OR hefur hún m.a. verið deildarstjóri landupplýsingakerfa, sviðsstjóri tæknimála og sviðsstjóri framkvæmda.

asdis-kristinsdottir.jpg

Ásdís Kristinsdóttir

Ásdís Kristinsdóttir er með B.Sc. gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í vélaverkfræði frá Canterbury University á Nýja Sjálandi frá 2006. Hún hefur auk þess lokið námi í straumlínustjórnun frá Opna Háskólanum í Reykjavík og er með C vottun IPMA í verkefnastjórnun.  Áður en hún tók við starfi forstöðumanns Tækniþróunar gegndi hún starfi verkefnastjóra, sviðsstjóra Tæknimála og síðar forstöðumanns Verkefnastofu.

haflidi_jon_922x922.jpg

Hafliði Jón Sigurðsson

Hafliði Jón Sigurðsson er með M.Sc. gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands Hann starfaði áður hjá Rhino Aviation þar sem hann var framkvæmdastjóri markaðs- og sölumála. Þar áður var hann deildarstjóri viðhaldsstýringar hjá Icelandair.

 

hildur-ingvarsdottir.jpg

Hildur Ingvarsdóttir

Hildur Ingvarsdóttir er með B.Sc. gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og  meistaragráðu í vélaverkfræði frá Háskólanum í Bresku Kólumbíu í Kanada auk kennsluréttinda og B vottunar í verkefnastjórn. Hún hóf störf hjá Orkuveitu Reykjavíkur árið 2005 en starfaði áður við kennslu og á verkfræðistofu. Áður en hún tók við starfi forstöðumanns Viðhaldsþjónustu gegndi hún starfi verkefnastjóra og síðar öryggisstjóra.

hans-liljendal-karlsson.jpg

Hans Liljendal Karlsson

Hans Liljendal Karlsson er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðartæknifræði frá Ingeniørhøjskolen í Kaupmannahöfn. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu hvað varðar hönnun, uppbyggingu og rekstur stjórnkerfa í veitukerfum, orkuverum og stóriðju. Áður en hann tók við starfi forstöðumanns Stjórnstöðvar starfaði hann sem sérfræðingur stjórnkerfa hjá Veitum 2013-2016. Þar áður starfaði Hans hjá verkfræðistofunni Raftákn við hönnun og uppsetningu stjórnkerfa í iðnaði 2007-2013 og á undan því sem hugbúnaðarsérfræðingur og verkefnastjóri í þróunardeild FLSmidt Automation í Danmörku.

Hollráð

Ljósin á heimilinu nota töluvert mikla orku í samanburði við önnur tæki – munum að slökkva