Skipulag og stjórnendur

Framkvæmdastjóri: Inga Dóra Hrólfsdóttir
Tækniþróun: Ásdís Kristinsdóttir
Rekstur: Hafliði Jón Sigurðsson
Viðhaldsþjónusta: Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir
Stjórnstöð: Hans Liljendal Karlsson

Inga Dóra Hrólfsdóttir

Inga Dóra Hrólfsdóttir

Inga Dóra Hrólfsdóttir er byggingarverkfræðingur frá Háskóla Íslands 1993 og með Meistarapróf frá Chalmers Tekniska Högskola í Svíþjóð auk rekstrar og viðskiptanáms frá Endurmenntun HÍ. Hún hóf störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur árið 1996 og starfaði hjá Orkuveitunni frá stofnun hennar. Á ferli sínum innan OR hefur hún m.a. verið deildarstjóri landupplýsingakerfa, sviðsstjóri tæknimála og sviðsstjóri framkvæmda.

Ásdís Kristinsdóttir

Ásdís Kristinsdóttir

Ásdís Kristinsdóttir er með B.Sc. gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í vélaverkfræði frá Canterbury University á Nýja Sjálandi frá 2006. Hún hefur auk þess lokið námi í straumlínustjórnun frá Opna Háskólanum í Reykjavík og er með C vottun IPMA í verkefnastjórnun.  Áður en hún tók við starfi forstöðumanns Tækniþróunar gegndi hún starfi verkefnastjóra, sviðsstjóra Tæknimála og síðar forstöðumanns Verkefnastofu.

Hafliði Jón Sigurðsson

Hafliði Jón Sigurðsson

Hafliði Jón Sigurðsson er með M.Sc. gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands Hann starfaði áður hjá Rhino Aviation þar sem hann var framkvæmdastjóri markaðs- og sölumála. Þar áður var hann deildarstjóri viðhaldsstýringar hjá Icelandair.

 

ragnheidur-veitur.jpg

Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir

Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir er með mastersgráðu í vélaverkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku. Hún starfaði sem Business Manager hjá Marel áður en hún varð forstöðumaður Viðhaldsþjónustu Veitna.

Hans Liljendal Karlsson

Hans Liljendal Karlsson

Hans Liljendal Karlsson er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðartæknifræði frá Ingeniørhøjskolen í Kaupmannahöfn. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu hvað varðar hönnun, uppbyggingu og rekstur stjórnkerfa í veitukerfum, orkuverum og stóriðju. Áður en hann tók við starfi forstöðumanns Stjórnstöðvar starfaði hann sem sérfræðingur stjórnkerfa hjá Veitum 2013-2016. Þar áður starfaði Hans hjá verkfræðistofunni Raftákn við hönnun og uppsetningu stjórnkerfa í iðnaði 2007-2013 og á undan því sem hugbúnaðarsérfræðingur og verkefnastjóri í þróunardeild FLSmidt Automation í Danmörku.