Inntaksrými skal vera í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. Rýmið skal vera upplýst, upphitað, með gólfniðurfalli, þröskuldi í dyrum og loftræstingu.
Allir mælar, mælagrindur, stofnlokar, aðalvör, stofntengibox eða stofnvarkassar og stofnlagnir framan (veitumegin) við mælingu þurfa að verið aðgengileg starfsfólki okkar.
Ef þú ert að leita eftir iðnaðarmönnum til að sinna lagnavinnu við þitt húsnæði bendum við þér á að skoða heimasíður hjá félögum pípulagnameistara og rafverktaka.
Við rekum sjö veitur fyrir sumarhúsabyggðir og lögbýli í dreifbýli. Á þessum svæðum er ekki um sérleyfisskylda starfsemi að ræða. Dreifð byggð og langar lagnaleiðir kalla stundum á aðrar kröfur um tengingar, þjónustu og verð.
Þessar veitur lúta hefðbundnu verklagi eins og hægt er, um leið og gæta þarf að hagkvæmni viðkomandi rekstrareiningar sem og krafna um að viðkomandi veita standi undir sínum fjárfestingum. Ekki er því sjálfgefið að unnt sé að tengja alla á viðkomandi veitusvæði, t.d. vegna tækni, kostnaðar eða rekstrar. Slíkt er þó ávallt skoðað sérstaklega.