Hvernig les ég af mæli? | Veitur

Leiðbeiningar um álestur af rafmagns- og hitaveitumælum.

Þú getur sent okkur álestur hér.

Rafmagnsmælir

Hér fyrir neðan má sjá tvær algengar tegundir rafmagnsmæla. Staða mælisins er gefin upp í kWh sem er kílóvattstundir. Athugið að stundum er aukastafur. Þegar álestri er skilað þarf einnig að hafa mælisnúmerið við hendina.


Hitaveitumælir

Hitaveitumælir er staðsettur á hitaveitugrind. Hann er hringlaga eins og sést á myndinni. Staða mælisins er gefin upp í m3 eða rúmmetrum. Númer mælisins er oftast á strikamerki í lokinu eða utan á hringnum.

Viltu vita meira?

Ef þú hefur einhverjar spurningar sem þú finnur ekki svör við hér endilega hafðu samband.