Mælar & álestrar

Að skila álestri á vef

Hvernig skila ég álestri?

Leiðbeiningar um hvernig álestri er skilað á vef Veitna www.veitur.is/alestur.

Að lesa af mælum

Hvernig les ég af mæli?

Leiðbeiningar um hvar hitaveitu- og rafmagnsmæla er helst að finna og hvernig á að lesa af þeim.

Rafmagnsmælir

Rafmagnsmælir

Hér má sjá tvær algengar tegundir rafmagnsmæla. Staða mælisins er gefin upp í kWh sem er kílóvattstundir. Athugið að stundum er aukastafur. Þegar álestri er skilað þarf einnig að hafa mælisnúmerið við hendina.

Hitaveitumælir

Hitaveitumælir

Hitaveitumælir er staðsettur á hitaveitugrind. Hann er hringlaga eins og sést á myndinni. Staða mælisins er gefin upp í m3 eða rúmmetrum. Númer mælisins er oftast á strikamerki í lokinu eða utan á hringnum.

Hvenær er lesið af?

Venjulega er lesið af mæli við uppgjör einu sinni á ári og er það misjafnt eftir svæðum á hvaða tíma árs lesið er af. Við flutning þarf einnig að skila álestri. Þegar mælar eru endurnýjaðir, sem þarf að gera reglulega, þarf alltaf að lesa af og gera uppgjörsreikning.

Sameiginlegir mælar í fjölbýlishúsum

Ef sameiginlegir mælar í fjölbýlishúsi eru skráðir á einstakling er Veitum heimilt að gera húsfélagið ábyrgt fyrir notkuninni eða þá einstaklinga sem notið hafa hennar,  eftir því sem við á. Til að hægt sé að skrá húsfélag fyrir notkun þarf okkur að berast beiðni þar um frá þeim aðila sem skráður er fyrir henni.

Álestraform - Leiðbeiningar

Skref 1 - Grunnupplýsingar

Skref 2 - Álestur

Skref 3 - Samskiptaupplýsingar

Skref 4 - Senda álestur

Viltu vita meira?

Ef þú hefur einhverjar spurningar sem þú finnur ekki svör við hér, endilega hafðu samband.