Á Mínum síðum getur þú séð raunnotkun þína í núverandi húsnæði á myndrænu formi og borið saman við meðalnotkun sambærilegra heimila. Við mælum eindregið með því að þú lítir þar inn. Einnig getur þú slegið inn upplýsingar um þína hagi, stærð og aldur húsnæðis og fjölda í heimili og reiknað út hve mikla orku sambærilegt meðalheimili á Íslandi notar.
Ef um uppgjörsreikning er að ræða getur hann verið hærri en áætlunarreikningarnir á undan af eðlilegum orsökum. Skýringin gæti einfaldlega verið að nýtt orkufrekt heimilistæki hafi verið tekið í notkun á heimilinu. Mögulega getur einnig verið um rangan álestur eða ranga áætlun að ræða. Bilun gæti hafa komið upp sem olli sírennsli vatns gegnum húskerfið, þ.e. vatn bunaði stjórnlaust í gegn. Ofn gæti hafa bilað, gat komið á lagnir eða stjórnlokar hætt að virka.
Viðskiptavinir fá að jafnaði sendan uppgjörsreikning vegna heita vatnsins og rafmagns einu sinni á ári samkvæmt álestri. Er það til að sannreyna áður áætlaða notkun.
Ef okkur hefur borist nýr álestur frá útgáfu síðasta reiknings sendum við þér uppgjörsreikning. Hann er í raun bæði uppgjörs- og áætlunarreikningur því þar er bæði gerð upp notkun frá síðasta álestri auk þess sem áætlun er bætt við út viðkomandi reikningstímabil.
Viðskiptavinir fá að jafnaði svokallaðan áætlunarreikning fyrir heitt vatn og rafmagn 11 mánuði á ári. Áætlunarreikningur byggir á áætlaðri notkun út frá notkunarsögu. Við sendum alltaf áætlunarreikning nema lesið hafi verið af frá útgáfu síðasta reiknings, þá sendum við uppgjörsreikning.
Við reynum að láta áætlunina endurspegla sem best raunverulega notkun. Ef þú telur svo ekki vera mælum við með því að þú sendir okkur álestur í gegnum Mínar síður - þjónustuvefinn okkar. Í framhaldinu færðu síðan uppgjörsreikning frá okkur og eftir það áætlunarreikninga sem endurspegla notkunina betur.
Jöfn skipting
Notkun á heitu vatni er afar misjöfn eftir árstíðum. Við höfum haft það fyrir sið að að skipta áætlaðri ársnotkun jafnt niður á áætlunarreikninga óháð árstíma. Þannig greiðir þú alltaf jafn mikið í hverjum mánuði og útgjöld heimilisins sveiflast ekki milli mánaða.
Mælieining vatns er rúmmetri, táknuð með m3. Einn rúmmetri jafngildir 1000 lítrum sem jafngildir 1 tonni. Mælar sem mæla rennsli á heitu (og stundum líka köldu) vatni skila niðurstöðum í rúmmetrum sem síðan birtast á reikningum.
Mælieiningin fermetri er táknuð með m2. Við notum fermetra til að sýna flatarmál húsnæðis sem er grundvöllur útreiknings á vatns- og fráveitugjöldum.
Mælieining raforku er kílówattstund táknuð með kWh. Flestir rafmagnsmælar mæla í kWh sem reikningur er svo byggður á.
Mælieining afls er watt táknuð með W. Rafmagnstæki og ljósaperur nota ákveðinn fjölda vatta. Afl virkjana er einnig mælt í wöttum. Sem dæmi er Hellisheiðarvirkjun u.þ.b. 300.000.000 wött eða 300 megawött (MW).
Til að finna hversu mikla orku (kWh) rafmagnstæki notar þarf að margfalda afl þess (W) með þeim klukkustundum sem tækið er í gangi.
Dæmi:
- 60W ljósapera í 1 klukkustund er 0,06 kWh
- 2200W rafmagnsofn í 1 klukkustund er 2,2 kWh
- 2000W eldavél í 30 mínútur er 1 kWh
Húseigendur, á þeim svæðum sem Veitur sinna vatnsveitu og fráveitu, fá frá okkur álagningarseðil um miðjan janúar ár hvert. Á seðlinum sem er rafrænn og birtur á Mínum síðum, kemur fram upphæð gjaldanna og hvernig þau skiptast á gjalddaga.
Álagningarseðlar
Álagningarseðlar eru gefnir út um miðjan janúar ár hvert og eru birtir á Mínum síðum - þjónustuvefnum okkar. Viðskiptavinir 67 ára og eldri fá álagningarseðla senda í pósti hafi þeir ekki óskað eftir rafrænni birtingu.
Gjalddagar
Gjöld ársins eru innheimt á 9 gjalddögum frá febrúar til október. Gjalddagar eru 2. dag mánaðar eða næsta virka dag þar á eftir. Hægt er að óska eftir eingreiðslum og er gjalddagi eingreiðslunnar í júní.
Útreikningur gjalda
Gjöldin eru miðuð við stærð eignar í fermetrum að viðbættu föstu gjaldi. Verð uppfærist í samræmi við byggingarvísitölu árlega. Sjá nánar í verðskrá.
Reikningar
Reikningar vegna vatns- og fráveitugjalda eru gefnir út samkvæmt álagningu og eru aðgengilegir í heimabanka og á Mínum síðum.
Greiðslumáti
Við bjóðum upp á sömu greiðslumáta fyrir vatns- og fráveitugjöld og fyrir orkureikninga, þ.e. boðgreiðslur með kreditkorti, netgreiðslur, greiðsluseðla og beingreiðslur í gegnum viðskiptabanka þinn. Greiðslumáti breytist ekki á milli ára nema þú óskir eftir því.
Margir eigendur
Þegar fleiri en einn eigandi á í hluti er í flestum tilfellum eigandi sem er skráður með eigendanúmerið 001 í Fasteignaskrá skráður greiðandi hjá okkur. Sjálfsagt er að senda okkur beiðni um breytingu á greiðendum, þó verður greiðandi að vera skráður eigandi í Fasteignaskrá. Einnig er hægt að óska eftir því að reikningar fari á eigendur í samræmi við eignarhlutfall.
Eigendabreytingar
Við uppfærum skrár okkar samkvæmt stöðu Fasteignaskrár að kvöldi 3. hvers mánaðar. Við birtum reikninga fyrir næsta gjalddaga þar á eftir á skráða eigendur þann dag. Ef eign er þinglýst á nýja eigendur er hægt að senda okkur upplýsingar um þær breytingar sem verða frá 3. til 10 hvers mánaðar, ef óskað er eftir að nýr eigandi fái næsta reikning.
Lækkun fráveitugjalds hjá elli- og örorkulífeyrisþegum í Reykjavík
Lækkun á fráveitugjaldi til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega í Reykjavík er alfarið ákvörðun borgarstjórnar hverju sinni og framkvæmd hjá fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar má finna á www.reykjavik.is og í þjónustuveri borgarinnar í síma 4 11 11 11.
Lög og reglur
Vatns- og fráveitugjöld eru lögð á samkvæmt lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 og lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009. Heimilt er að leggja á fast gjald og gjald sem miðast við stærð eignar, að hámarki 0,5% af fasteignamati.
Við tókum við innheimtu vatns- og fráveitugjalda af sveitarfélögum árið 2011. Vatns- og fráveita eru hluti af grunnþjónustu okkar en við höfum rekið fráveitu í Reykjavík frá árinu 2006 og vatnsveitu frá árinu 1909. Til ársins 2010 voru gjöldin innheimt af sveitarfélögunum með fasteignagjöldum.
Markmið með þessum breytingum var að einfalda boðleiðir. Við innheimtum gjöldin beint af neytendum þannig að samskipti neytenda og þjónustuaðila eru milliliðalaus og skilvirk.
Á þjónustuvefnum Mínum síðum, undir liðnum reikningar, er hægt að sjá alla reikninga frá okkur, leita eftir orkutegund, tegund reiknings, tímabilum og fleiri þáttum. Einnig hægt er að sækja yfirlit sem excel skjal.
Orkuveita Reykjavíkur annast innheimtu á vatns- og fráveitugjöldum fyrir Veitur. Í verðskrá Veitna eru upplýsingar um kostnað og framkvæmd innheimtunnar.
Lögfræðiinnheimta
Þegar allir gjalddagar vegna álagningar vatns- og fráveitugjalda hvers árs eru gjaldfallnir fara ógreiddar kröfur í lögfræðiinnheimtu hjá Gjaldheimtunni. Viðskiptavinum er bent á að snúa sér þangað. Símanúmer Gjaldheimtunnar er 570 5500.
Lögveð
Lögveðsréttur gildir vegna vatns- og fráveitugjalda. Þinglýstur eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu gjalda samkvæmt 8. gr. laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna.
Gjalddaga orkureikninga er 5. dagur hvers mánaðar eða fyrsti virki dagur þar á eftir falli hann á frídag, svo sem helgi eða annan frídag. Gjalddagi er hinn sami og eindagi.
Reikningar eru almennt birtir viðskiptavinum á tímabilinu 10.-15. hvers mánaðar. Allar reikninga má sjá á Mínum síðum eða í rafrænum skjölum í heimabanka.
Gjalddagi er sá sami og eindagi:
- Fimmti dagur hvers mánaðar eða næsti virki dagur þar á eftir vegna rafmagns, hita og notkunargjalda á köldu vatni.
- Annar dagur hvers mánaðar eða næsti virki dagur þar á eftir vegna vatns- og fráveitugjalda. Þessir reikningar eru sendir út 9 mánuði á ári, frá febrúar til október.
Okkur ber skylda samkvæmt lögum að sundurliða rafmagnsreikninginn þannig að skýrt komi fram hvað tilheyrir dreifingu, flutningi og jöfnunargjaldi.
Á rafmagnsreikningum er skýringartexti þar sem þetta er útskýrt. Textinn hljómar svona:
Dreifing er fyrir dreifingu raforku og þjónustu Veitna. Flutningur er vegna þjónustu Landsnets sem rekur háspennukerfið. Jöfnunargjald rennur til ríkisins til að jafna orkukostnað milli landshluta sbr. lög nr. 98/2004.
Við innheimtum þjónustugjöld til að mæta kostnaði við að prenta og senda greiðsluseðla eða birta þá með rafrænum hætti.
- Á hvern greiðsluseðil sem sendur er í pósti leggst seðilgjald.
- Á hvern greiðsluseðil sem birtur er rafrænt leggst tilkynningar- og greiðslugjald. Það er mun lægra en seðilgjaldið.
Verðskrá þjónustugjalda má sjá hér.
Þjónustugjöldin má því lækka með því að greiða orkureikningana með beingreiðslum banka, kreditkorti (boðgreiðslum) eða netgreiðslum í heimabanka.
Netgreiðslur eru góður kostur fyrir þá sem vilja greiða reikninga í heimabankanum sínum og lækka þjónustugjöld. Reikningurinn birtist þá í ógreiddum kröfum í heimabankanum, en er ekki sendur með pósti. Reikningurinn birtist einnig á Mínum síðum.
Með boðgreiðslum er kreditkort notað til að greiða reikninga með reglubundnum og fyrirhafnarlausum hætti. Þjónustugjöld eru lægri en þegar sendur er greiðsluseðill.
Ef þú kýst að greiða reikninga þína með beingreiðslum þarftu að hafa samband við þjónustubanka þinn og óska eftir þeirri þjónustu þar og mun bankinn þá hafa samband við okkur. Þá eru reikningar þínir skuldfærðir mánaðarlega af bankareikningi þínum samkvæmt samkomulagi þínu við bankann þar um.
Okkur er heimilt að innheimta dráttarvexti frá og með gjalddaga reiknings til greiðsludags auk kostnaðar sem til fellur af innheimtunni. Víða í lögum og reglugerðum er að finna heimildir fyrir Veitur til að loka fyrir orkuafhendingu vegna vanskila, enda tilkynnum við skriflega um yfirvofandi lokun. Sé orkuafhending stöðvuð vegna vanskila þarf að greiða gjald vegna kostnaðar við þá framkvæmd samkvæmt gildandi verðskrá. Það gjald kemur til viðbótar öðrum innheimtukostnaði.
Gjalddagi reikninga er 5. dagur hvers mánaðar eða næsti virki dagur beri hann upp á frídegi. Sé reikningur ekki greiddur fyrir gjalddaga leggst innheimtukostnaður á kröfuna á 20. degi vanskilanna. Þá er jafnframt send út greiðsluáminning. Komi ekki til greiðslu á kröfu innan 35 daga frá gjalddaga sendum við út lokunartilkynningu þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða lokun. Lokun fyrir afhendingu á rafmagni, heitu vatni eða sölu á köldu vatni í gegnum mæli, fer síðan fram 50 dögum eftir gjalddaga hafi ekki verið brugðist við tilkynningu til fyrirtækisins um lokun með greiðslu eða greiðslusamkomulagi.
Viltu vita meira?
Ef þú hefur einhverjar spurningar sem þú finnur ekki svör við hér endilega hafðu samband.
Gjalddagi reikninga er 5. dagur hvers mánaðar eða næsti virki dagur beri hann upp á frídegi. Sé reikningur ekki greiddur fyrir gjalddaga leggst innheimtukostnaður á kröfuna á 20. degi vanskilanna. Þá er jafnframt send út greiðsluáminning. Komi ekki til greiðslu á kröfu innan 65 daga frá gjalddaga sendum við út lokunartilkynningu þar sem viðskiptavini er tilkynnt um fyrirhugaða lokun. Lokun fyrir afhendingu á rafmagni eða heitu vatni fer síðan fram 80 dögum eftir gjalddaga hafi viðskiptavinur ekki brugðist við tilkynningu um lokun með greiðslu eða greiðslusamkomulagi.
Viltu vita meira?
Ef þú hefur einhverjar spurningar sem þú finnur ekki svör við hér endilega hafðu samband.
Jöfnunargjald er gjald sem rennur til ríkisins og er ætlað að jafna orkukostnað milli landshluta, sbr. lög nr. 98/2004. Markmið lagann er að stuðla að jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda. Orkustofnun fer með framkvæmd laganna undir yfirstjórn ráðherra. Gjaldið leggst bara á dreifingu rafmagns, en ekki á söluhluta (hjá ON til dæmis).
Hvað er jöfnunargjald á rafmagn hátt?
- Gjaldið tók fyrst gildi 1. apríl 2015 og er nú 0,30 kr./kWh.
Hvernig er innheimta jöfnunargjalds framkvæmd?
- Á áætlunarreikningum eru innheimtir 30 aurar á kWh.
Leggst virðisaukaskattur ofan á jöfnunargjald á rafmagn?
- Já, virðisaukaskattur leggst ofan á gjaldið, sama skattþrep og á rafmagnið sjálft (nú 24%).