Stjórn | Veitur

Stjórn

Stjórn Veitna skipa Ingvar Stefánsson formaður, Guðni Axelsson, Guðrún Sævarsdóttir, Sólrún Kristjánsdóttir og Skúli Skúlason. Varamenn eru Kristjana Kjartansdóttir og Reynir Guðjónsson.

Ingvar Stefánsson

Ingvar Stefánsson

Ingvar Stefánsson er framkvæmdastjóri Fjármála hjá OR. Hann hefur viðskiptafræðipróf á endurskoðunarsviði auk meistaragráðu í fjármálum og stjórnun og hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu. Hann var starfsmannastjóri hjá Esso í átta ár, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Olíufélagsins í fjögur ár, framkvæmdastjóri dótturfyrirtækis Lyfja og heilsu í tvö ár, kennari við Háskólann á Bifröst í fjármálum, samningatækni, stjórnun og stefnumótun samhliða annarri vinnu og loks framkvæmdastjóri og forstöðumaður Íslandsbanka Fjármögnunar sem er um 40 manna eining innan bankans.

Guðni Axelsson

Guðni Axelsson

Guðni Axelsson er sérfræðingur í forðafræði jarðhitakerfa og sviðsstjóri kennslu og þróunar hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR). Hann lauk doktorsprófi í jarðeðlisfræði frá Oregon State University í Bandaríkjunum árið 1985. Síðan þá hefur Guðni starfað við forðafræðirannsóknir á Íslandi og víða um heim, með áherslu á líkanreikninga, vinnslueftirlit, stýringu langtímavinnslu og sjálfbærni. Guðni hefur kennt lengi við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík. Hann er jafnframt gestaprófessor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands auk þess að kenna við Háskólann í Reykjavík.

Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir

Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir

Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir er dósent við HR og forseti tækni- og verkfræðideildar skólans. Hún var dósent í varma og straumfræði við véla- og iðnaðarverkfræðiskor HÍ 2006-2008. Sérsvið Guðrúnar er á sviði orkufrekra framleiðsluferla, varmafræði, varmaflutnings og streymis í orkuferlum, termískts rafgass og ljósboga. Að lokinni BSc og MSc gráðum frá HÍ lauk doktorsgráðu í efnisverkfræði frá NTNU í Þrándheimi. Guðrún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og styrkja á sínu sviði undanfarin tuttugu ár. Jafnframt fræðimennsku og kennslu hefur Guðrún byggt upp öflug tengsl við atvinnulífið í rannsóknum og kennslu og situr í stjórnum nokkurra fyrirtækja.

Sólrún Kristjánsdóttir

Sólrún Kristjánsdóttir

Sólrún Kristjánsdóttir, starfsmannastjóri OR, lauk BA prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands 1998 og meistaraprófi í stjórnun og stefnumótun frá sama skóla árið 2004. Hún hóf störf hjá Starfsmannamálum OR árið 2004, hafði umsjón með starfsþróunarmálum frá árinu 2006 og starfsmannastjóri frá árinu 2012. Áður starfaði Sólrún við kennslu og sem ráðgjafi á Stuðlum, meðferðarheimili ríkisins fyrir unglinga.

Skúli Skúlason

Skúli Skúlason

Skúli Skúlason er framkvæmdastjóri Þjónustu hjá OR. Hann hefur viðskiptafræðipróf, meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun og hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu. Hann var deildarstjóri tómstundamála hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur í 7 ár og síðar fjármálastjóri þess í 10 ár. Hann var ráðgjafi hjá Capacent ráðgjöf með áherslu á gerð viðskiptaáætlana, almenna rekstrarráðgjöf og áætlanagerð. Hann var stundakennari í rekstrargreiningu við Háskólann í Reykjavík auk þess sem hann kenndi ýmis námskeið við Opna háskólann og víðar á sviði áætlanagerðar, innkaupastjórnunar og hönnun ferla í rekstri.

Kristjana Kjartansdóttir

Kristjana Kjartansdóttir

Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri, lauk MS í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands 2010, uppeldis- og kennslufræði frá sama skóla 1995 og tók B.Sc. próf í rekstrartæknifræði frá Tækniháskólanum í Óðinsvéum 1987. Kristjana hóf störf hjá OR 2010. Hún hefur gegnt stjórnunarstörfum á ferli sínum hérlendis og erlendis m.a. sem framleiðslustjóri hjá Teledyne Gavia ehf., deildarstjóri hjá Miros AS í Noregi og deildarstjóri hjá FSu. Auk þess hefur hún starfað við kennslu og sem ráðgjafi hjá 7.is. Kristjana situr í stjórnum nokkurra félaga.

Reynir Guðjónsson

Reynir Guðjónsson

Reynir Guðjónsson er öryggisstjóri OR. Hann hefur langa reynslu af starfi á því sviði. Hann vann hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um árabil og var öryggisfulltrúi hjá RioTinto-Alcan og gæðastjóri þar. Hann vann einnig sem forvarnarfulltrúi hjá VÍS um tveggja ára skeið.

file type icon Starfsreglur stjórnar Veitna

 
 
 

Hollráð

Slökkvum alveg á sjónvarpstækjum, tölvum og skjáum eftir notkun – ekki setja á „stand-by“