Sturtum skynsamlega niður

Sturtum skynsamlega niður

Á hverjum degi fáum við gríðarlegt magn af rulsi í hreinsistöðvar okkar. Mikil vinna og kostnaður felast í því að hreinsa dælur og farga ruslinu. Með því að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem við sendum í fráveituna getum við lækkað kostnað um fleiri milljónir. Til viðmiðunar þá sturtum við fjórfalt meira niður af slíku en Svíar.

En hvað er það helst sem stíflar dælurnar hjá okkur?

  • Fita. Látum steikingarfeiti, sósur, smjör og annaðs slíkt ekki renna niður vaskinn. Látum slíkt frekar harðna eftir notkun og hendum í ruslið.
  • Eldhúsbréf, blautþurrkur og trefjaklútar
  • Bómullarvörur eins og dömubindi, tíðartappar og eyrnapinnar
  • Smokkar

Ennig kemur fyrir að við fáum gólfmoppur, þvottapoka, falskar tennur, greiðslukort og síma í dælurnar hjá okkur. Allir þessir hlutir geta líka stíflað lagnir og heimtaugar með tilheyrandi kostnaði fyrir notendur. Við hvetjum því alla til að sturta og skola niður af skynsemi.