Sumarstörf

Viltu vinna með okkur í sumar?

Við leitum að jákvæðu og framtakssömu starfsfólki í fjölbreytt sumarstörf. Umsækjendur þurfa að vera fæddir árið 2000 eða fyrr.

Við bjóðum störf við:

Hjá okkur færðu að vinna með fagfólki á fjölbreyttum og lifandi vinnustað sem leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi og vinnuumhverfi.

Við tökum jafnréttið alvarlega

Við viljum hafa sem fjölbreyttastan hóp starfsmanna og hvetjum því jafnt stelpur sem stráka til að sækja um.

Við val á nýjum starfsmönnum er tekið mið af hæfni, reynslu og umsögnum þannig að það borgar sig að fylla vandlega út umsóknina.

Starfstímabilið er frá júní til ágúst. Umsóknarfrestur er til 1. mars á ráðningarvef okkar. Við svörum öllum öllum umsóknum fyrir 1. apríl.

Nánari upplýsingar veitir Bryndís Ernstsdóttir mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@veitur.is.