Svona erum við | Veitur

Svona erum við

idnir_og_taekni_2017.jpg

Fjölbreytt nám í Iðnum og tækni í vetur

September 2017

Iðnir og tækni, sem er samstarfsverkefni OR samstæðunnar og Árbæjarskóla, er nú starfrækt þriðja veturinn í röð. Verkefnið hefur það markmið að vekja áhuga nemenda á iðn- og tæknistörfum og kynna þeim þau fjölbreyttu störf og starfstækifæri sem iðn- og tækninám hefur upp á að bjóða. Námið er fjölbreytt og byggir á fræðslu, vettvangsferðum og verklegum æfingum. Margir starfsmenn Veitna og annarra dótturfyrirtækja OR hafa komið að kennslunni undanfarin ár og munu í vetur miðla efninu af áhuga og þekkingu.
Heimasíða verkefnisins.

sumarstarfsfolk_1.jpg

Fræðslu- og skemmtidagur sumarstarfsfólks

Júní 2017

Fræðslu- og skemmtidagur sumarstarfsfólks var haldin í þriðja sinn í ár og hefur þann tilgang að bjóða fólk velkomið, fræða um ýmsa þætti í starfsemi OR samstæðunnar, hafa gaman og kynna enn betur hvað samstæðan er eftirsóknarverður vinnustaður.

wow_cyclothon_team_veitur.jpg

WOW Cyclothon

Júní 2017

Starfsfólk hefur einnig verið virkt í að taka þátt í ýmsum viðburðum, t.d. tók lið frá Veitum þátt í WOW Cycloton sem fram fór í lok júní. 

Lið Veitna komið í mark í WOW Cyclothon 2017.

team_veitur_orkuleikar_329x302px.jpg

ORkuleikarnir

Maí 2017

Þar sem starfsfólk OR samstæðunnar keppti í ýmsum greinum á borð við brennó og stígvélakast. Góður rómur var gerður að leikunum, en tilgangurinn var að styrkja tengsl starfsfólks þvert á fyrirtæki samstæðunnar. 

Á myndinni má sjá Veitur 2 sem gerði sér lítið fyrir og sigraði brennómótið.

s_verkstaedi_4.jpg

Þróun iðn- og tæknigreina er okkur hjartans mál

Mars 2017

Við meinum það þegar við segjum að þróun iðn- og tæknigreina sé okkur hjartans mál, sérstaklega hvað varðar þáttöku kvenna. 

Vorið 2017 munu alls níu iðnnemar hefja störf hjá OR samstæðunni; 5 konur og 4 karlar. Af þeim munu tveir vélvirkjar og tveir rafvirkjanemar fá starfsnám undir handleiðslu hjá Veitum; 2 konur og 2 karlar.

eldvarnanamskeid_1.jpg

"Fræðslufebrúar"

Mars 2017

Við leggjum mikla áherslu á að starfsfólk okkar fái tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi. Sem dæmi voru haldin yfir 20 námskeið í “Fræðslufebrúar” Veitna þar sem hefðbundin vinna var sett til hliðar um stund og vöxtur, þroski og góð samvera sett í algeran forgang.

Á myndinni má sjá starfsfólk Veitna á eldvarnarnámskeiði í "Fræðslufebrúar".

Hollráð

Eldum með lok á pottum – annars þarf þrefalt meiri orku