Tækniupplýsingar

Maður í sófa tækniupplýsingar

 

Við skiptum út eldri gerðum mæla fyrir snjallmæla í hitaveitu, rafveitu og í vatnsveitu en eingöngu fyrirtæki eru með mæla fyrir kalt vatn. Hér má sjá helstu upplýsingar um tækni og virkni mismunandi mæla. 

Rafmagnsmælar

Notkun
- Mælarnir gefa upplýsingar um notkun á 15 mínútna fresti
Gæði
-Mælarnir gefa upplýsingar um afhendingargæði (spenna, rið og fleira) rafmagns á 10 mínútna fresti
NB-IoT samskiptatækni (oft kallað léttband), byggð á farsímakerfi Vodafone
Senda gögn á klukkutíma fresti
Geta tekið við gögnum frá hita- og vatnsmælum
Hægt að fjar-rjúfa straum
Í mælinum er svokölluð rafmagnssnerta sem er búnaður sem hægt er að nota til að slökkva eða kveikja á öðrum búnaði t.d. hleðslustöð rafbíla eða vatnshitakút 
Öryggi
Mælar senda frá sér boð til Veitna við straumrof

Hitaveitumælar

Notkun
- Mælarmir gefa upplýsingar um notkun á klukkustundar fresti
- m3 og kWh
Mæla rennsli
Mæla hitastig
- Framrás og bakrás
Senda gögn í gegnum rafmagnsmæli (Wireless M-bus)

Kaldavatnsmælar

Mæla notkun
- Klukkustundar upplausn
- m3
Mæla rennsli
Mæla hitastig
Senda gögn í gegnum rafmagnsmæli (Wireless M-bus)

Notendatengi P1 á rafmagnsmæli

Notendatengi P1
- „rauntíma“ gögn frá mæli, aðgengileg án tafar
- Snjallheimili
- Viðskiptavinir þurfa að kaupa og tengja búnað til að fá gögn
- Tilbúið í lok ársins 2022
Hvaða gögn?
- Rafmagnsnotkun
- - Afl
- - Afhendingargæði (spenna, rið og fleira)
Hitaveitunotkun, hitastig
Vatnsnotkun