Þjónustustefna
Veitur er framsækið þekkingar- og þjónustufyrirtæki sem leggur grunn að lífsgæðum og virkni samfélagsins. Fyrirtækið leggur áherslu á að mæta þörfum viðskiptavina með framúrskarandi þjónustu á hagkvæman hátt, þjónustugæðum og þjónustuöryggi.
Veitur bjóða viðskiptavinum fjölbreyttar og skilvirkar þjónustuleiðir, í takt við nýjustu tækni hvers tíma
Gildin okkar framsýni, hagsýni og heiðarleiki eru leiðarljós í allri þjónustu Veitna:
• frumkvæði í þjónustu
• miðlun upplýsinga
• setja öryggi viðskiptavina og starfsfólks í forgang
• setja sig í spor viðskiptavina og íbúa
• hlusta og veita ráðgjöf
• standa við gefin loforð
• bregðast við og leysa mál af fagmennsku og sveigjanleika
Þjónustustefnan byggir á gildum og heildarstefnu Veitna og er í samræmi við heildastefnu samstæðu OR og eigendastefnu OR.
[Stefna yfirfarin og samþykkt á stjórnarfundi 23.01.2020]