Viltu fá tilkynningar um viðhald og bilanir í þínu hverfi?

Veitur og 112 hafa átt í góðu samstarfi undanfarin ár við að upplýsa notendur um reglubundið viðhald og bilanir í þeirra hverfi.

Núna þurfa notendur að tryggja að rétt farsímanúmer og netfang séu skráð í "Stillingar" á mínum síðum til að Veitur geti haldið áfram að koma mikilvægum upplýsingum til þeirra.

Á mínum síðum geta notendur t.d. fylgst með notkun sinni á heitu vatni og rafmagni og borið saman við meðalnotkun annarra notenda í sambærilegu húsnæði.