Fréttir og tilkynningar

Hamrahlíð við Kringlumýrarbraut er lokuð 12.-28. júlí vegna endurnýjunar á aðalæð vatnsveitu

11. júlí 2018 - 10:46

Vegna endurnýjunar á aðalæð vatnsveitu Veitna verður Hamrahlíð lokað við Kringlumýrarbraut klukkan 14:00 fimmtudaginn 12. júlí. Lokunin mun standa í um tvær vikur. Vegna þessa mun leið 13 hjá Strætó raskast. Nokkrar biðstöðvar munu verða óvirkar meðan á þessu stendur.

Sjá nánari upplýsingar um það hér á vef Strætó.

Almennar ökuleiðir breytast líka og þarf að fara aðrar leiðir inn í hverfið og út úr því. Þær helstu eru um Litluhlíð, sem tengist Bústaðavegi,  og Lönguhlíð, sem tengist Miklubraut. Veitur eru að leggja svera vatnslögn frá dælustöð við Stigahlíð, meðfram Kringlumýrarbraut að Bústaðavegi. Samhliða leggur Reykjavíkurborg hjóla- og göngustíga og reisir hljóðvegg meðfram byggðinni við Stigahlíð sunnan Hamrahlíðar. Verkið hófst fyrir um mánuði og nú er komið að því að leggja lögnina undir Hamrahlíð. Helstu hagsmunaaðilum á svæðinu hefur verið gert viðvart um lokunina.

Sjá frétt um framkvæmdina á vef Veitna.- þar er að finna uppfærðar upplýsingar. 

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.