Fréttir og tilkynningar

Heitavatnslaust í hluta Reykjavíkur mið. 25. mars kl. 21:00 - fim. 26. mars kl. 12:00

25. mars 2020 - 21:07

English below.

Uppfært 26.03.2020 kl. 07:30 Áhleyping er hafin en búast má við að nokkrar klukkustundir taki að fylla kerfið og ná upp þrýstingi á öllu svæðinu

Uppfært 25.03.2020 kl. 22:00 Viðgerðir gengu ekki á þann veg sem vonast var til að því þarf að fara í frekari aðgerðir sem krefjast lengri lokunar á heitu vatni.  Búist er við að vatn komi á í fyrramálið. 

Við viðgerð á stofnæð hitaveitu við Valsheimilið í Reykjavík fór lögnin í sundur með þeim afleiðingum að vesturhluti borgarinnar er nú heitavatnslaus. Unnið er að því að setja vatn aftur á eftir öðrum leiðum. Talið er að um þrjár klukkustundir taki að ná upp fullum þrýstingi í kerfinu.

Bilunin nú tengist stórum leka er varð á svipuðum stað í desember síðastliðnum. Þá var gert við staðbundna skemmd á lögninni en nú er ljóst að sá leki hefur valdið skemmdum á lögninni víðar. Hún verður nú tekin úr rekstri svo ekki verði truflanir á rekstri af hennar völdum aftur. 

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

-------------------

Updated 26.03.2020 at 07:30 We have finished the repairs and have begun to fill up the system. It can be expected that it will take few hours to increase water pressure throughout the region so everyone has full service.

Updated 25.03.2020 at 22:00 Repairs are not going as we hoped and we will be working on fixing the pipe through the night. We are expecting that full water pressure will be reached in the district heating system by morning. 

When repairing a large pipe in the district heating system the pipeline broke apart, with the result that the western part of the city is now without hot water. Work is underway to restore water by other means. It is estimated that it will take about three hours for the system to be up and running with full pressure. 

The failure now is due to a major leak that occurred at a similar location last December. It appears that it caused more damage to the pipe than was estimated. It will now be taken out of service so that it will interfere with hot water distribution again.

People are advised to turn off all hot water faucets to reduce the risk of accidents or damage when the hot water comes back on. We advice our customers to keep windows closed and the front door no open longer than necessary to prevent houses and apartments from going cold.

Veitur Utilities apologize for any inconvenience caused by this.