Fréttir og tilkynningar

Heitavatnslaust í Rangárveitu fös. 14. febrúar kl. 07:30

14. febrúar 2020 - 07:32

UPPFÆRT kl 15:00

Rafmagnsleysi vegna bilana hjá RARIK á veitusvæði Rangárveitna er nú yfirstaðið. Dælur hitaveitunnar starfa því að mestu leyti með eðlilegum hætti. Nokkurn tíma tekur að ná upp þrýstingi á kerfi hitaveitunnar en íbúar í Rangárþingi ytra og eystra og Ásahreppi ættu að vera komnir með heitt vatn þegar kvöldar. 

Starfsfólk Veitna er nú að flytja varaafl á staðinn sem nýta má verði frekara rafmagnsleysi á svæðinu. 

-------------------------------

Vegna veðurs og rafmagnsleysis er heitavatnslaust í Rangárveitu  fös. 14. febrúar kl. 07:30.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.