Fréttir og tilkynningar

Heitavatnslokun á höfuðborgarsvæðinu. (Kópavogur - Salir og Lindir) þri. 18. ágúst kl. 02:00 - mið. 19. ágúst kl. 09:00

10. ágúst 2020 - 15:57

Lokað fyrir heitt vatn vegna tengingar nýrrar stofnlagnar  

Vegna tengingar nýrrar stofnlagnar hitaveitunnar við Árbæ, Ártúnsholt verður heitavatnslaust á hluta höfuðborgarsvæðisins frá klukkan 02:00 aðfaranótt 18.ágúst til klukkan 09:00 að morgni 19.ágúst.   

 Lokað verður fyrir heitt vatn í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti í Reykjavík.   

Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Kort af lokunum í Kópavogi - Salir og Lindir.