Fréttir og tilkynningar
Hreinsun á dælustöð - skólp í sjó við Vesturhöfn þri. 05. febrúar kl. 09:00 - fim. 07. febrúar kl. 18:00
05. febrúar 2019 - 08:32
Uppfært, 07.02.2019
Þróarhreinsunin verður mun umfangsmeiri en talið var, auk þess sem í ljós hefur komið að endurnýja þarf stálhluti í þró. Því verður stöðin lokuð fram eftir degi.
Uppfærslu stjórnkerfis verður frestað þar til í næstu viku.
--------------
Vegna hreinsunar þróar skólpdælustöðvarinnar við Fiskislóð 40 og lagnavinnu verður dælustöðin óvirk þriðjudaginn 5. febrúar milli kl. 9:00-18:00.
Miðvikudaginn 6. febrúar kl. 9:00-18:00 verður stjórnkerfi dælustöðvarinnar uppfært og hún því ekki í gangi.
Skólp mun fara um yfirfall til sjávar meðan á þessari vinnu stendur.