Fréttir og tilkynningar
Kaldavatnslaust eða lítill þrýstingur í Grábrókarveitu mið. 24. febrúar kl. 11:00
24. febrúar 2021 - 11:40
Uppfært klukkan 17:00
Búið er að kveikja á dælum aftur. Viðskiptavinir geta verið varir við grugg í vatni næstu daga meðan starfsfólk Veitna skolar úr veitu kerfinu.
Ef mjög lítill þrýstingur verður á vatninu næstu daga viljum við gjarnan heyra frá þér í síma 516-6000
Uppfært klukkan 16:00
Ennþá er slökkt á dælum á svæðinu , Við munum taka stöðuna klukkan 17 og uppfæra vefinn.
Uppfært klukkan 12:00
Vegna jarðskjálftanna höfum við slökkt á dælum vatnsveitu í Grábrók.
Vatnsbólið þar er viðkvæmt fyrir skjálftum en vatnið getur gruggast við þá.
Við viljum koma í veg fyrir að það berist inn á kerfið. Af þessum sökum geta viðskiptavinir á Bifröst, Varmalandi, Munaðarnesi og í sumarhúsahverfum milli Grábrókar og Borgarness fundið fyrir lægri þrýsting á kalda vatninu eða jafnvel vatnsleysi næstu klukkustundirnar.