Fréttir og tilkynningar

Minni þrýstingur á heitu vatni í Rangárveitum mið. 09. janúar kl. 10:00-20:00

09. janúar 2019 - 08:24

Komið hefur upp leki í hitaveitudælu í Bjálmholti og verður gert við hana í dag. Af þeim sökum mun þrýstingur á heitu vatni minnka, sér í lagi austast á veitusvæði Rangárveitna, þ.e. á Hellu, Hvolsvelli og í Gunnarsholti. Viðgerðin hefst kl. 10:00 og er gert ráð fyrir að henni verði lokið kl. 20:00 í kvöld. 
Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á þeim óþægindum er þetta kann að skapa.