Fréttir og tilkynningar

Tafir á áhleypingu á heitu vatni í Vesturbænum þri. 17. ágúst kl. 03:00

10. ágúst 2021 - 12:53

Uppfært klukkan 22:28  Áhleypingar  hafa nú verið í gangi síðan klukkan 21:00  einhver hluti íbúa eru komnir með vatn og aðrir með lítinn eða engan þrýsting.  Þetta gæti því tafist eitthvað frekar hjá einhverjum íbúum og mögulega næst ekki fullur þrýstingur fyrr en á miðnætti.  

Uppfært klukkan 19:05  Vegna tafa á samsetningu á lögnum verður heita vatnið því miður ekki komið á fyrr en sirka klukkan 22:00 

Uppfært klukkan 15:50   Það er byrjað að hleypa vatni á Vesturbæinn, en það þekur tíma að ná upp þrýstingi.

Uppfært klukkan 15:30   Einhver seinkun gæti orðið á afhendingu vatns en vinnan við tenginguna tók lengri tíma en áætlað var. Ef allt fer að óskum verður byrjað hleypa vatni á lögnina núna kl 16:00 en fullur þrýstingur verður ekki kominn á fyrr en um kl 20:00.

Vegna tengingar nýja landspítalans verður heitavatnslaust í vesturbæ Reykjavíkur  þri. 17. ágúst kl. 03:00-16:00. Sjá nánar á korti.

Við bendum fólki á að huga að gólfhitadælum en það er misjafnt hversu lengi slíkar dælur mega ganga þurrar. Þá er gott að hafa skrúfað fyrir heitavatnskrana við vaska til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Ofnar og Gólfhitakerfi

Ekki þarf að huga að hefðbundnum ofnakerfum þegar heitt vatn er tekið af en í kjölfar ábendingar er rétt að árétta að fólk hugi að öðrum tækjum sem taka inn á sig heitt vatn. Þetta getur átt við hringrásardælur sem stýra gólfhita en þau kerfi geta verið eins mismunandi og þau eru mörg. Reynsla okkar er sú að í fyrri heitavatnslokunum, sem náð hafa til tugþúsunda viðskiptavina, hefur þetta ekki verið vandamál. Sé fólk í vafa um hvernig dælu það sé með sakar ekki að slökkva á kerfinu.

Hvað á ég að gera ef verður tregt rennsli á heitu vatni eftir að hleypt verður á?

Þegar þrýstingur dettur niður og svo hleypt á aftur þá geta óhreinindi farið af stað. Getur verið að sían í blöndunartækjum hafi stíflast. Ef tregt á öllu húsinu þá mögulega stífluð inntakssía – Hafðu samband við okkur í síma 516-6000 og veldu tæknilega aðstoð.

Hvað á ég að gera ef kemur litað vatn úr krananum eftir að hleypt verður á?

Þegar þrýstingur dettur niður og svo hleypt á aftur þá geta óhreinindi farið af stað. Láta vatnið renna um stund og þá ætti þetta að hætta.