Fréttir og tilkynningar

Uppfært! Heitavatnslokun á höfuðborgarsvæðinu. þri. 18. ágúst kl. 02:00-23:59

10. ágúst 2020 - 16:21

UPPFÆRT kl. 19:00 - Þessa stundina er verið að hleypa heitu vatni aftur á þau hverfi höfuðborgarsvæðisins sem hafa verið heitavatnslaus frá því í nótt. Framkvæmdir hafa gengið vonum framar og lauk þeim ríflega átta klukkustundum á undan áætlun. Ráðgert var að hefja áhleypingu um kl. 02:00 í nótt og að allir væru komnir með heitt vatn kl. 9 í fyrramálið. Nú lítur út fyrir að sú verði raunin fyrir miðnætti.

Gera má ráð fyrir að nokkrar klukkustundir taki að ná upp fullum þrýstingi í kerfinu en það gerist á mismunandi tíma eftir hverfum, seinast í Hafnarfirði.

 

Vegna tengingar nýrrar stofnlagnar hitaveitunnar við Árbæ, Ártúnsholt verður heitavatnslaust á hluta höfuðborgarsvæðisins frá klukkan 02:00 aðfaranótt 18.ágúst til klukkan 09:00 að morgni 19.ágúst.   

Lokað verður fyrir heitt vatn í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti í Reykjavík.   

Spurt og svarað um framkvæmdina

Lokanir í Hafnarfirði.

Lokanir í Garðabær Hraun og Urriðaholt.

Lokanir í Garðabær Búðir og Lundir.

Lokanir í Kópavogi - Salir og Lindir.

Lokanir í Kópavogi - Vatnsendi.

Lokanir í Reykjavík - Norðlingaholt.

Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.