Vandamál með heitt vatn

Húsið er vatnslaust!

Líkleg skýring:

 • Veitustarfsmenn eru að vinna í götunni. Sérðu tilkynningu um bilun eða framkvæmdir efst hér á síðunni? Kíktu á Facebook síðu Veitna eða hringdu í þjónustuver í síma 516 6000.
 • Einhver hefur lokað inntaki vegna framkvæmda innanhúss. Spurðu nágrannana.
 • Frosið í heimæð eða inntaki. Hafðu samband við starfsmenn tengiþjónustu Veitna á afgreiðslutíma.
 • Heimæðin farin sundur. Hafðu samband sem fyrst við þjónustuver Veitna í síma 516 6000.

Þrýstingur er lágur

Líkleg skýring:

 • Heitt og kalt vatn í krönum:  Sía á inntaki orðin stífluð. Hafa samband við þjónustuver Veitna í síma 516 6000.
 • Heitt vatn á ofnum:  Þrýstijafnari eða stjórnbúnaður húseiganda getur bilað. Hafa samband við pípulagningamann.

Óhreinindi, brúnleitt vatn

Líkleg skýring:

 • Kalt vatn í krönum: Lagnir í húskerfinu geta verið farnar að tærast. Hafa samband við pípulagningamann.
 • Óhreinindi úr dreifikerfinu eftir viðgerð. Hafa samband við þjónustuver Veitna í síma 516 6000.

Suð í lögnum

Líkleg skýring:

 • Heita vatnið:  Sírennsli einhversstaðar í húskerfinu. Hafa samband við pípulagningamann.
 • Heitt og kalt vatn:  Mögulegur leki á heimæð. Hafa samband við þjónustuver Veitna í síma 516 6000.
 • Kalt vatn:  Athuga WC-kassa - hafa samband við pípulagningamann.
 • Ofnarnir:  Suðar í ofnunum. Ofninn allur heitur. Hafa samband við pípulagningamann.

Högg og smellir í lögnum

Líkleg skýring:

 • Heitt og kalt vatn:  Bilun í lögnum eða stjórnbúnaði húseiganda. hafa samband við pípulagningamann.
 • Heitt og kalt vatn: Ef smellir eru við inntaksgrind. Hafa samband við þjónustuver Veitna í síma 516 6000.

Heitt vatn í köldum krönum og öfugt

Líkleg skýring:

 • Millirennsli í húskerfinu (hitastýrð blöndunartæki geta bilað og þar með kemst heita vatnið inn í kaldavatnslögnina og eða öfugt eða tengt hefur verið milli krana t.d. í þvottahúsi eða bílskúr). Hafa samband við pípulagningamann.
 • Millirennsli gæti átt sér stað í nærliggjandi húsum. Ef hægt er biðja nágranna að athuga hjá sér, annars hafa samband við þjónustuver Veitna í síma 516 6000.
 • Kalda vatnið volgt eða heitt en þó ekki hitaveituvatn (hægt að sjá ef kalda vatnið kólnar við rennsli í smá tíma) - Bilun á heimæð, heitt vatn lekur út og hitar kaldavatnsheimæð. Hafa samband við þjónustuver Veitna í síma 516 6000.
 • Kalda vatnið volgt eða heitt en þó ekki hitaveituvatn (hægt að sjá ef kalda vatnið kólnar við rennsli í smá tíma) - Léleg einangrun á heitum og köldum lögnum sem liggja í sama stokk. Hafa samband við pípulagningamann.

Vont bragð af vatninu

Líkleg skýring:

 • Kalt vatn: Í nýjum lögnum eða nýviðgerðum getur smitast snittolía og mak. Ráð: Skola vel út - lagast með tímanum - ef ekki hafa samband við þjónustuver Veitna í síma 516 6000.
 • Heitt vatn í köldum lögnum: Sjá hér fyrir ofan millirennsli úr dreifikerfinu.