Verðskrá hitaveitu

Verðskrá gildir frá 01.07.2022

Notkunargjald

Taxti Tegund Veitusvæði Kr. 2% skattur Með 11% vsk. Grunnur
H1A-C Einingaverð Sala í þéttbýli 151,04 3,02 171,01 kr/m3
J1A-C Einingaverð Sala í dreifbýli 199,32 3,99 225,67 kr/m3

Skýringar:

 • Taxtarnir gilda fyrir alla húshitun, almenna heimilisnotkun og snjóbræðslur. Sérmæld snjóbræðsla ber þó 24% vsk.
 • Heitt vatn er selt samkvæmt rúmmetra mælingu.
 • Ekki er veittur afsláttur vegna takmörkunar á afhendingu heits vatns.
 • Veitum er ekki skylt að veita afslátt af sölu heits vatns vegna lágs hitastigs þess á afhendingarstað enda geri Veitur þær ráðstafanir sem má ætlast til af þeim til að halda hitastiginu í eðlilegu horfi.
 • Sækja skal skriflega um alla taxta aðra en ofangreinda taxta.
 • Heimilt er að innheimta 30% af áætluðum vatnskaupum hjá þeim húseigendum sem ekki eru farnir að kaupa heitt vatn um heimæð ári eftir að hún er tilbúin til notkunar.
 • Greiða skal í ríkissjóð sérstakan skatt af heitu vatni, 2% af smásöluverði. Heimilt er að miða innheimtu skatts af heitu vatni við áætlaða sölu. Virðisaukaskattur er 11% af vatni til húshitunar.

Fast verð í þéttbýli

Taxti Tegund Stærð mælis Kr. 2% skattur Með 11% vsk. Grunnur
H1A Fast verð A: 15 mm til 20 mm 49,80 1,00 56,39 kr/dag
H1B Fast verð B: 25 mm til 50 mm 104,04 2,08 117,79 kr/dag
H1C Fast verð C: 65 mm og stærri 210,85 4,22 238,73 kr/dag

Fast verð í dreifbýli

Taxti Tegund Stærð mælis Kr. 2% skattur Með 11% vsk. Grunnur
J1A Fast verð A: 15 mm til 20 mm 56,38 1,13 63,84 kr/dag
J1B Fast verð B: 25 mm til 50 mm 117,51 2,35 133,04 kr/dag
J1C Fast verð C: 65 mm og stærri 237,84 4,76 269,29 kr/dag

Skýringar:

 • Fast verð er hluti af almennum taxta og í öllum öðrum samningum þar sem selt er samkvæmt mæli.
 • Fast verð er fyrir föstum kostnaði og er háð stærð mælis. Gjaldinu er dreift jafnt niður á tímabil reikninga.
 • Greiða skal í ríkissjóð sérstakan skatt af heitu vatni, 2% af smásöluverði.  Heimilt er að miða innheimtu skatts af heitu vatni við áætlaða sölu. Virðisaukaskattur er 11% af vatni til húshitunar.

Notkunargjald (gróðurhús og sundlaugar)

Taxti Tegund Tegund Kr. 2% skattur Með 11% vsk. Grunnur
H3A-C Einingaverð Gróðurhús 75,49 1,51 85,47 kr/m3
H4A-C Einingaverð Sundlaugar 75,49 1,51 85,47 kr/m3

Skýringar:

 • Taxtar H3 og H4 eru ekki forgangsvatn. Gilda þar sem nægilegt vatn er til staðar og fullnægjandi flutningsgeta í veitukerfinu að mati Veitna.  
 • H4 taxtinn gildir fyrir sundlaugar, set- og vaðlaugar. Heimilt er að tengja baðvatn þessum taxta ef sundlaugin er aðalþáttur starfseminnar.
 • H3 taxtinn gildir fyrir gróðurhús sem framleiða garðyrkjuafurðir í atvinnurekstri.
 • Taxtar H3 og H4 verða aðeins tímabundið í boði.
 • Greiða skal í ríkissjóð sérstakan skatt af heitu vatni, 2,0% af smásöluverði. Heimilt er að miða innheimtu skatts af heitu vatni við áætlaða sölu.

Notkunargjald (snjóbræðsla, fiskeldi, íþróttavellir og iðnaðarvatn)

Taxti Tegund Tegund Kr. 2% skattur Með 24% vsk. Grunnur
V1A-C Einingaverð Snjóbræðsla 151,04 3,02 191,03 kr/m3
V2A-C Einingaverð Fiskeldi 75,49 1,51 95,48 kr/m3
V3A-C Einingaverð Íþróttavellir, utanhúss 113,41 2,27 143,44 kr/m3
V4A-C Einingaverð Iðnaðarvatn í framleiðsluferla 75,49 1,51 95,48 kr/m3

Skýringar:

 • Taxtar V1 til V4 eru ekki forgangsvatn og gilda þar sem nægilegt vatn er til staðar og fullnægjandi flutningsgeta í veitukerfinu að mati Veitna.
 • V1 taxtinn gildir fyrir sértengd snjóbræðslukerfi.
 • V2 taxtinn gildir fyrir fiskeldisfyrirtæki í framleiðslu.
 • V3 taxtinn gildir fyrir upphitaða íþróttavelli utanhúss.
 • V4 taxtinn gildir fyrir atvinnustarfsemi sem nýta heitt vatn beint í framleiðsluferla.  Taxtinn gildir í engum tilfellum fyrir húshitun eða kranavatn.
 • Taxtar V2, V3 og V4 verða aðeins tímabundið í boði.
 • Greiða skal í ríkissjóð sérstakan skatt af heitu vatni, 2% af smásöluverði.  Heimilt er að miða innheimtu skatts af heitu vatni við áætlaða sölu.

Snjóbræðsla, framrásarvatn (aðeins í þéttbýli)

Taxti Tegund   Kr. án vsk 2% skattur Með 24% vsk. Grunnur
  Fast verð   632,67 12,65 800,20 kr/dag
S1 Einingaverð   87,79 1,76 111,04 kr/m3

Skýringar:

 • Mæling á heitu vatni fer fram á afhendingarstað með mælitækjum (tímamæling), sem Veitur leggja til.
 • Skilyrði að GSM-samband til fjarmælingar sé til staðar á afhendingarstað.
 • Sækja þarf skriflega um taxtann á þar til gerðum umsóknarblöðum sem Veitur leggja til.
 • Greiða skal í ríkissjóð sérstakan skatt af heitu vatni, 2,0% af smásöluverði.  Heimilt er að miða innheimtu skatts af heitu vatni við áætlaða sölu.

Snjóbræðsla, framrásarvatn með flatargjaldi (aðeins í þéttbýli)

Taxti Tegund   Kr. án vsk 2% skattur Með 24% vsk. Grunnur
  Fast verð   632,67 12,65 800,20 kr/dag
S12 Einingaverð   87,79 1,76 111,04 kr/m3
  Daggjald Fyrir hvern m2 snjóbræðsluflatar 0,19 0,004 0,24 kr/m2

Skýringar:

 • Mæling á heitu vatni fer fram á afhendingarstað með mælitækjum (tímamæling), sem Veitur leggja til.
 • Taxtinn miðast við að tvöfalt dreifikerfi sé til staðar hjá kaupanda. Daggjaldið er á hvern m2 snjóbræðsluflatar.
 • Sækja þarf skriflega um taxtann á þar til gerðum umsóknarblöðum sem Veitur leggja til.
 • Greiða skal í ríkissjóð sérstakan skatt af heitu vatni, 2% af smásöluverði. Heimilt er að miða innheimtu skatts af heitu vatni við áætlaða sölu.

Hemlataxtar - dreifbýli

Dreifbýli Taxti Grunnur Kr. 2% skattur Með 11% vsk. Grunnur
Hemlataxti H1 Fast verð Kr/dag fyrir 3 mínútulítra 368,36 7,37 417,06 kr/dag
Hemlataxti H1 Einingaverð Kr/dag pr. mín.lítra umfram 3 ltr. 73,67 1,47 83,41 kr/dag

Skýringar:

 • Gildir fyrir frístundahús á svæðum Austurveitu, Grímsnesveitu, Hlíðaveitu, Ölfusveitu, Skorradalsveitu, Munaðarnesveitu og Norðurárdalsveitu.
 • Hitaveituvatn til frístundahús  er selt um hemil til takmörkunar á rennsli.
 • Mínútulítri táknar það rennsli sem gefur 1 lítra af vatni á 1 mínútu.
 • Innifalið í grunnverði eru 3 mínútulítrar, sem er minnsta magn sem afhent er til sumarhúsa.
 • Hægt er að sækja um aukið vatnsmagn hvenær sem er en umsókn um minnkun er aðeins framkvæmd mánuðina apríl og maí ár hvert. Hugsanlegt er að svæðisbundið sé ekki nægt vatn til að verða við óskum um að kaupa aukið vatnsmagn.
 • Heimilt er að innheimta 30% af áætluðum vatnskaupum hjá þeim húseigendum sem ekki eru farnir að kaupa heitt vatn um heimæð ári eftir að hún er tilbúin til notkunar.
 • Greiða skal í ríkissjóð sérstakan skatt af heitu vatni, 2% af smásöluverði. Virðisaukaskattur er 11% af vatni til húshitunar.

Verðskrá fyrir Rangárveitu dreifbýli

Samkvæmt reglugerð nr. 10/2012 um breytingu á reglugerð nr. 297/2006, um Orkuveitu Reykjavíkur með síðari breytingum, nær veitusvæði fyrirtækisins til Hellu og Hvolsvallar og nærliggjandi sveita, eins og það veitusvæði er skilgreint í samningi frá 25. janúar 2005 milli Orkuveitu Reykjavíkur, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Ásahrepps. Í 3. mgr. 6. gr. reglugerðar um Orkuveitu Reykjavíkur segir einnig að í þeim tilvikum þar sem á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur gilda mismunandi taxtar í þéttbýli og dreifbýli skal skilgreining á milli þéttbýlis og dreifbýlis fylgja því hvernig viðkomandi sveitarfélag skilgreinir þéttbýli á aðalskipulagi. Eftirfarandi verð gilda eingöngu fyrir dreifbýli á því svæði sem framangreindur samningur tekur til. Önnur ákvæði verðskrárinnar, s.s. um heimlagnir gilda einnig á því svæði eftir því sem við á. 

Mæld notkun

Taxti Tegund Veitusvæði Kr. 2% skattur Með 11% vsk. Grunnur
J1A-C Einingaverð Sala í dreifbýli 199,32 3,99 225,67 kr/m3

Fast verð

Taxti Tegund Stærð mælis Kr. 2% skattur Með 11% vsk. Grunnur
J1A Fast verð A: 15mm til 20mm 56,38 1,13 63,84 kr/dag
J1B Fast verð B: 25mm til 50mm 117,51 2,35 133,04 kr/dag
J1C Fast verð C: 65mm og stærri 237,84 4,76 269,29 kr/dag

Íbúðarhús - blandaður taxti

Taxti Tegund Grunnur Kr 2% skattur Með 11% vsk. Grunnur
HR5 Fast verð Grunndagverð 64,41 1,29 72,93 kr/dag
HR5 Einingaverð Kr/dag pr. mín. lítra 73,50 1,47 83,22 kr/dag
HR5 Einingaverð Neysluvatn um rennslismæli 191,88 3,84 217,25 kr/m3

Hemlataxti - dreifbýli

Taxti Tegund Grunnur Kr 2% skattur Með 11% vsk. Grunnur
H1 Fast verð Kr. á dag fyrir 3 mínútulítra 368,36 7,37 417,06 kr/dag
H1 Einingaverð Kr/dag pr. mín. lítra umfram 3 ltr. 73,67 1,47 83,41 kr/dag