Viðhald á búnaði í dælu­stöðvum fráveitu

.

Skólp fer tímabundið um yfirfall frá dælustöð.

Image alt text

Vegna endurnýjunar á búnaði í hreinsistöð fráveitu við Ánanaust verður viðhald í dælustöðvum fráveitu við Boðagranda, Faxaskjól og Vesturhöfn. Þá munu dælustöðvarnar hætta að dæla skólpi til Ánanausts og það fer þess í stað um yfirfall þriðjudaginn 30. apríl frá kl. 06-20.

Neyðarlúga í Ánanaustum verður opin áfram til 3.5.2024.

Fjörur verða gengnar og hreinsaðar í framhaldinu.

Hægt er að fylgjast með stöðu neyðarlúga dælu- og hreinsistöðva fráveitu Veitna á Fráveitusjá.

Neyðarlúgur fráveitu eru til þess gerðar að skólp flæði ekki inn í híbýli fólks ef dælustöðvar bila eða stöðvast.

Spurt og svarað um fráveitu