.
Heitavatnslaust er vegna framkvæmda
Vegna tengingar á nýrri aðveitulögn undir Hafnarfjalli verður heitavatnslaust frá Akrafjalli að Borgarnesi - . Sjá nánar á korti.
Á meðan framkvæmdum stendur má búast við lækkuðum þrýstingi á heitu vatni á Akranesi. Notendur eru beðnir um að fara sparlega með heita vatnið á meðan á framkvæmdum stendur.
Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.