- .
Information in English below
Það er spáð töluverðri úrkomu fram að jólum og mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum og gera það nokkrum sinnum á meðan rignir.
Það getur orðið mikið álag á fráveitu sem þarf að taka við miklu vatnsmagni á stuttum tíma.
Fráveitukerfi Veitna eru tvískipt og hluti þess er með tvöfalt kerfi sem þolir úrkomuna ágætlega.
Hinn hlutinn er þó ekki jafnvel settur fyrir svo mikla úrkomu og þar er hætta á að flæði upp úr niðurföllum þegar fráveitulagnir fyllast tímabundið af regnvatni.
Ef það flæðir vatn upp úr niðurföllum í húsum er mikilvægt að muna að það er vegna yfirfulls kerfis og hafa þarf samband við dælubíl. Þá er ráðlagt að setja vatnið ekki í niðurföllin, heldur t.d. í garðinn ef þess er kostur. Við slíkar aðstæður er umfram vatnið líklegt til að koma aftur upp úr niðurföllum þar sem kerfið getur ekki tekið á móti þessu.
Þar sem mikið vatn flæðir um götur þarf að gæta þess að losa reglulega lauf og annað lauslegt frá niðurföllum til að gefa vatninu greiða leið niður í fráveituna.
Athugið þó að öryggi fólks á alltaf að vera í fyrirrúmi og enginn á að leggja sig í hættu í vondu veðri.
Ef það flæðir inn til þín
• hringdu á dælubíl/ stífluþjónustu og Tryggingafélagið þitt.
Skoðið niðurföllin og hvar þetta er að renna inn
• Útiniðurföll: þetta er eðlilegt í óvenjumikilli úrkomu og fólk getur lítið gert annað en að minnka skaðann hjá sér. Birgja fyrir t.d. hurðar og þétta.
Ef niðurföll utandyra eru stífluð þá ætti að reyna að hreinsa frá þeim og gera það reglulega ef veður leyfir. Öryggi fólks ætti þó alltaf að hafa forgang.
• Inni niðurföll: ef það kemur upp þar þá er mögulega hægt að dæla því annað, en það þýðir ekkert að dæla því í baðkarið eða í niðurföll utandyra. Það getur verið allt sama kerfið og fer þá einfaldlega allt aftur inn. Þá er betra að reyna að dæla vatninu út í garð eða slíkt.
Ef það er dæla í kjallaranum hjá þér:
• Athugaðu hvort hún sé í gangi. Mögulega þarf að hreinsa hana og dælubrunninn. Hringdu í pípara ef þig vantar aðstoð.
Neyðarlúgur gætu opnast vegna mikillar úrkomu og gott að fylgjast með fráveitukorti Veitna ef ætlunin er að vera í eða nálægt ströndinni.
Neyðarlúgur fráveitu eru til þess gerðar að skólp flæði ekki inn í híbýli fólks ef dælustöðvar bila eða stöðvast.
---------------------------------------------------------------
Important to clear drains outside
Significant rainfall is forecast leading up to Christmas, and it is important to clear drains and to do so several times while it is raining.
There can be heavy strain on the sewer system, which must handle large volumes of water in a short period of time.
Veitur’s sewer systems are divided, and part of the system is a dual system that generally handles rainfall well.
However, the other part is not as well designed for very heavy rainfall, and there is a risk of water backing up out of drains when sewer pipes temporarily fill with rainwater.
If water backs up out of drains inside houses, it is important to remember that this is due to an overloaded system, and you need to contact a pump truck. In such cases, it is recommended not to direct the water into drains, but instead, for example, into the garden if possible. Under these conditions, excess water is likely to come back up through drains, as the system cannot handle it.
As large amounts of water flow through streets, it is important to regularly remove leaves and other loose debris from drains to allow water to flow freely into the sewer system.
Please note that people’s safety should always be the top priority, and no one should put themselves at risk in bad weather.
If water is flowing into your home:
• Call a pump truck / blockage service and your insurance company.
• Check the drains and identify where the water is entering.
Outdoor drains:
This is normal during unusually heavy rainfall, and there is little people can do other than reduce damage, for example by blocking doorways and sealing openings.
If outdoor drains are blocked, try to clear them and do so regularly if weather conditions allow. However, personal safety should always take priority.
Indoor drains:
If water comes up from indoor drains, it may be possible to pump it elsewhere, but there is no point in pumping it into a bathtub or outdoor drains. It may all be part of the same system and will simply come back inside. It is better to try to pump the water out into a garden or similar area.
If you have a pump in your basement:
Check whether it is operating. It may need to be cleaned, along with the pump sump. Call a plumber if you need assistance.
Emergency overflow outlets may open due to heavy rainfall, and it is advisable to monitor Veitur’s sewersystem map if you plan to be at or near the shoreline.
Emergency sewer overflow outlets are designed to prevent sewage from flowing into people’s homes if pumping stations fail or shut down.