.
Viðgerð við Bústaðaveg hefur verið frestað.
Uppfært kl. 9.35: Öll ættu að vera komin með fullan þrýsting á heita vatnið að nýju.
Uppfært kl. 9.00: Heita vatnið er farið að renna á ný til allra, en það tekur tíma fyrir þrýstinginn að byggjast upp. Þrýstingurinn er minnstur í húsum sem standa ofarlega.
Uppfært kl. 8.45: Við viðgerð á lögn við Bústaðaveg stækkaði svæðið sem varð heitavatnslaust. Unnið er að því að koma vatni á hjá öllum aftur og viðgerð hefur verið frestað.
Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust í Hlíðunum og nágrenni - .
Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum, eins og til dæmis gólfhitakerfum.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.