- .
Veitur vinna að nýrri tengingu
Veitur vinna nú að því að bæta flæði og tryggja stöðugan þrýsting á heita vatninu á Kársnesinu. Framkvæmdir á svæðinu hafa valdið lægri þrýstingi á heitu vatni undanfarið en unnið er að því að bæta ástandið til framtíðar.
Til að tryggja betra flæði verður farið í tengingu miðvikudaginn 29. október, þar sem meira heitu vatni verður hleypt inn á kerfið. Þetta mun auka þrýsting og bæta dreifingu vatns á svæðinu.
Á meðan tengivinna fer fram má gera ráð fyrir að þrýstingur haldi áfram að vera lágur, en hann mun aukast þegar tengingu lýkur.
Við biðjum íbúa og fyrirtæki á Kársnesinu að sýna þolinmæði á meðan unnið er að þessu mikilvæga verkefni sem mun tryggja áreiðanlega og góða þjónustu til framtíðar.
Veitur endurnýja lagnir til að tryggja öllum íbúum nauðsynlega innviði og lífsgæði til framtíðar.