Endur­nýjun á lýsing­ar­tækjum í Grábrók­arveitu

.

Endurnýjun á lýsingartækjum í Grábrókarveitu

Fimmtudaginn 15. Janúar frá kl. 13:00 til kl. 18:00 munu Veitur hefja vinnu við endurnýjun gegnumlýsingartækja í Grábrókarveitu.

Um er að ræða skipulagða vinnu sem eykur öryggi og sýn á lýsingartækin þannig að hægt sé að bregðast hraðar við ef þau virka ekki sem skyldi. 

 
Þessi framkvæmd á ekki að hafa áhrif á afhendingu á köldu vatni og verður vatnið gegnumlýst á meðan á vinnu stendur.
Aukið grugg gæti orðið í kalda vatninu á meðan á ákveðnum svæðum: Varmaland, Munaðarnes og Bifröst. Önnur svæði ættu ekki að finna fyrir auknu gruggi.