Hvera­garður ný hola

Veitur bora nýja holu til að nýta í hitaveituna í Hveragerði. Í Hveragarðinum er nú þegar ein borhola sem nýtist vel, bæði til húshitunar og í gufuveitu. Hveragerðisbær er vaxandi samfélag og Veitur vaxa með bænum. Borholan (HS-08) sem nýtt er í dag annar eftirspurn hitaveitunnar, en það þarf reglulega að takmarka notkun á gufuveitu yfir köldustu mánuðina.  

Hveragarðurinn í Hveragerði  Veitur bora nýja holu til nýtingar 

English below 

Veitur bora nýja holu til að nýta í hitaveituna í Hveragerði. Í Hveragarðinum er nú þegar ein borhola sem nýtist vel, bæði til húshitunar og í gufuveitu. Hveragerðisbær er vaxandi samfélag og Veitur vaxa með bænum. Borholan (HS-08) sem nýtt er í dag annar eftirspurn hitaveitunnar, en það þarf reglulega að takmarka notkun á gufuveitu yfir köldustu mánuðina.

Borholur hitaveitu í Hveragerði eru sérstakar að mörgu leyti, ekki hvað síst vegna hás hita, en þær eru 170°C sem er mjög heitt. Á lághitasvæðum eru borholur yfirleitt á bilinu 60-90°C svo munurinn er mikill.

Núverandi borhola hefur verið nýtt lengi en fyrstu árin var hún eingöngu nýtt í gufuveitu. Árið 2020 var í fyrsta sinn í heiminum settur dælubúnaður ofan í svo heita holu og verkið var þróunarverkefni í samvinnu við framleiðanda dælunnar. Síðan þá hefur búnaður af þessu tagi verið nýttur víðar í heiminum, m.a. í Tyrklandi. 

Hitaveitan í Hveragerði er hringrásarkerfi þar sem varmaskiptar nota heita vatnið frá borholunni til að endurhita volgt vatn sem kemur til baka frá hitakerfum húsa. 


Borhola HS-08
 
Lokadýpi: 253,9 metrar 
Fóðringardýpi: 118,4 metrar 
Holuvídd, mest/minnst: 381mm/222,25mm 
Upphaf borunar: 28.07.1989 
Nafn bors: Narfi 
Borfyrirtæki: Jarðboranir hf.  
Tilgangur: Gufuöflun 
Tegund borunar: Bein hola 

 

The Geothermal Park in Hveragerði  Veitur Drills a New Well for Energy Use 

Veitur Utilities is drilling a new well to supply the district heating system in Hveragerði. There is already one productive well located in the geothermal park, which is used for both space heating and steam production. Hveragerði is a growing town, and Veitur is growing alongside it. The current well (HS-08), which is in use today, is able to meet district heating demand, but it has been necessary to limit steam usage during the coldest months of the year. 

The geothermal wells in Hveragerði are quite unique, especially due to their high temperature—around 170°C—which is extremely hot. By comparison, wells in low-temperature geothermal areas typically range from 60°C to 90°C, making this a significant difference. 

The existing well has been in use for a long time, although  in the early years it was solely used for steam production. However, in 2020, a geothermal pump was installed for the first time in the world in such a hot well. This was a development project carried out in collaboration with the pump manufacturer. Since then, similar equipment has been installed in other parts of the world, including Turkey. 

The Hveragerði district heating system operates as a closed-loop system. Heat exchangers use the hot water from the well to reheat lukewarm water returning from household heating systems, making the process both efficient and sustainable. 

 

Well HS-08 

Final depth: 253.9 meters 
Casing depth: 118.4 meters 
Borehole diameter, max/min: 381 mm / 222.25 mm 
Start of drilling: 28.07.1989 
Drill name: Narfi 
Drilling company: Jarðboranir hf. 
Purpose: Steam acquisition 
Type of drilling: Vertical well