Only available in Icelandic

ALLTAF - Ljósmyndasýning um orku og innviði

23. August 2019 - 13:43

Í tengslum við Menningarnótt heldur listamaðurinn Kjartan Hreinsson einkasýningu á ljósmyndum sínum undir heitinu ALLTAF. Undanfarin ár hefur Kjartan myndað talsvert á eigin vegum en oftar en ekki er það hið manngerða sem er myndefnið. Á þessari sýningu er það hugmyndin um orkuna sem ræður för; orkuna sem kemur til okkar af náttúrunnar hendi og hægt er að nýta milliliðalaust; orkuna sem búið er að beisla og er miðlað til okkar með flóknum innviðum; orkuna sem kraumar innra með okkur og ummerkin sem hún skilur eftir sig.

Ný skýrsla um tengingu skipa við rafmagn í höfnum

20. August 2019 - 10:37

Verkfræðistofan Efla hefur unnið hagræna greiningu á landtengingu við rafmagn fyrir skemmti- og flutningaskip í Sundahöfn. Að undanförnu hefur verið nokkur umræða um aukna raforkunotkun skipa þegar þau liggja í höfn í tengslum við orkuskipti og loftslagsmál. Í aðgerðararáætlun stjórnvalda í orkuskiptum sem og aðgerðaráætlun í loftslagsmálum má finna umfjöllun um aukna raforkunotkun skipa og landtengingar. Að sama skapi hefur Reykjavíkurborg sett fram í loftslagsstefnu sinni að stefnt sé að rafvæðingu Faxaflóahafna.

Veitur leiðrétta vatnsgjöld ársins 2016

16. August 2019 - 13:09

Veitur hafa leiðrétt vatnsgjöld ársins 2016 í kjölfar úrskurðar í vor. Leiðréttingin nær til vatnsveitnanna í Reykjavík, á Akranesi, í Grundarfirði og Stykkishólmi. Í flestum tilvikum gengur leiðréttingin til lækkunar á vatnsgjöldum með gjalddaga nú í september.

Snorrabraut lokuð umferð á fimmtudag og föstudag

31. July 2019 - 10:18

Fimmtudaginn 1. ágúst, þarf að loka tímabundið fyrir umferð um Snorrabraut milli Flókagötu og Bergþórugötu. Lokunin mun vara frá klukkan 8:00 á fimmtudagsmorgni til klukkan 19:00 föstudagskvöldið, 2. ágúst.

Unnið er að endurnýjun hitaveitu, rafveitu, ljósleiðara og götulýsingar. Grafið verður í gangstétt og að hluta í akbraut. Berg Verktakar annast framkvæmdina fyrir Veitur.

Breytingar á umferð um Reykjanesbraut

24. July 2019 - 11:02

Miðvikudagskvöldið 24. júlí og fram á aðfararnótt fimmtudags verður umferð á Reykjanesbraut norðan Sprengisands færð yfir á bráðabirgðaveg vestan við Reykjanesbrautina. Búast má við einhverjum töfum á meðan umferð er færð yfir á bráðabirgðaveg. Engar lokanir verða en hámarkshraði lækkaður frekar meðan á breytingunum stendur.

Gestur Pétursson ráðinn framkvæmdastjóri Veitna

23. July 2019 - 09:32

Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins og dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Það skýrist á næstunni hvenær Gestur hefur störf.

Fá virkjanavatn í stað jarðhitavatns

19. July 2019 - 14:49

Hitaveita Veitna mun á mánudaginn, 22. júlí, breyta afhendingu heits vatns í nokkrum hverfum borgarinnar og Mosfellsbæ svo þau fái vatn frá virkjunum ON á Hellisheiði og Nesjavöllum í stað vatns frá jarðhitasvæðum á Reykjum og í Reykjahlíð í Mosfellsbæ. Hverfin sem fá virkjanavatn í stað jarðhitavatns eru auk Mosfellsbæjar, Árbær, Ártúnshöfði og Kjalarnes. Notendur á þessum stöðum gætu orðið varir við einhverjar minniháttar truflanir á meðan skipt er yfir þótt það sé ekki líklegt. Um tímabundna aðgerð er að ræða en ekki liggur fyrir hvenær henni lýkur.

Nýjar veitulagnir undir Reykjanesbraut

08. July 2019 - 14:51

Í þessari viku munu Veitur hefja framkvæmdir við nýjar veitulagnir undir Reykjanesbraut við Sprengisand. Reynt verður að halda truflunum á umferð í lágmarki og búið er að leggja bráðabirgðavegi svo hægt sé að halda öllum akreinum opnum á meðan á framkvæmdunum stendur.