Only available in Icelandic

Skólp í sjó við Faxaskjól

21. September 2022 - 15:49

Vegna frétta um losun á óhreinsuðu skólpi í sjó við Faxaskjól í Reykjavík vilja Veitur koma eftirfarandi á framfæri. Líkt og fram hefur komið hefur engin starfsemi verið í skólpdælustöð okkar við Faxaskjól frá 19. ágúst sl. Ástæðan er sú að við höfum verið að endurnýja svokallaðar yfirfallsdælur í stöðinni.

Umfangsmikið viðhald í hreinsistöð skólps í Klettagörðum

16. September 2022 - 12:51

Í næstu viku hefja Veitur framkvæmdir í hreinsistöð skólps við Klettagarða.  Kominn er tími til að endurnýja búnað svo auka megi rekstraröryggi stöðvarinnar. Áætlað er að verkið taki 6-7 vikur og á meðan á því stendur aukast líkur á þvi að hleypa þurfi óhreinsuðu skólpi um neyðarlúgur í sjó, einkum í vætutíð. 

Tvöföldun á raforkunotkun á næstu 20-30 árum

15. September 2022 - 13:58

Áætlanir gera ráð fyrir að raforkunotkun á starfsvæði Veitna muni tvöfaldast á næstu 20-30 árum en spáin er byggð á mannfjöldaspám og fyriráætlunum um nýja byggð á höfuðborgarsvæðinu. Starfsfólk Veitna hefur undanfarin misseri lagt mikla vinnu í að greina hvers má vænta á komandi árum. 

Vegna frétta af leka á stofnlögn Veitna

03. September 2022 - 15:29

Líkt og fram hefur komið í fréttum kom rof á aðra af tveimur stofnlögnum Veitna sem flytja kalt vatn til vestari hluta höfuðborgarinnar rétt fyrir klukkan 22:00 í gærkvöldi. Um er að ræða lögn frá árinu 1962 en lögnin gaf sig við norðurenda fjölbýlishúss sem stendur við Hvassaleiti 28-30.

„Hjáveituaðgerð“ í fráveitukerfinu

19. August 2022 - 10:40

Vegna endurnýjunar á yfirfallsdælum þarf að stöðva starfsemi skólpdælustöðvarinnar í Faxaskjóli í a.m.k. þrjár vikur, frá og með deginum í dag, föstudeginum 19. ágúst. Í stað þess að sleppa skólpi óhreinsuðu í sjó, eins og þurft hefur þegar bilanir koma upp eða sinna þarf viðhaldi, ætlar starfsfólk Veitna að reyna nýja aðferð og dæla skólpinu fram hjá dælustöðinni og í hreinsistöð.  Tilrauninni má líkja við hjáveituaðgerð en bráðabirgðalagnir verða lagðar ofanjarðar og öflugum dælum komið fyrir utan við stöðina í Faxaskjóli. Bráðabirgðalagnirnar verða tengdar við stöðina í dag.

Staða vatnsborða á lághitasvæðum góð

13. July 2022 - 13:37

Staðan á vatnsborði lághitasvæða höfuðborgarsvæðisins nálgast hæstu hæðir borið saman við síðustu ár. Ástæðan er sú að nú í sumar er öll hitaveita höfuðborgarsvæðisins rekin á vatni frá Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjun og þannig getum við hvílt borholurnar á lághitasvæðum okkar og safnað heitu vatni fyrir veturinn.

Þetta eru afar jákvæðar fréttir enda hefur verið nokkur umræða um skort á heitu vatni undanfarið. Vegna aukinnar notkunar þurfum við að finna leiðir til að framleiða meira heitt vatn sérstaklega með sívaxandi byggð á höfuðborgarsvæðinu í huga.

Framkvæmdir að hefjast á Hlemmi

01. July 2022 - 13:41

Nú styttist í framkvæmdir á fyrsta áfanga á Hlemmi en þær hefjast síðar í þessum mánuði og mun torgið fá allsherjar yfirhalningu á næstu þremur árum. Um er að ræða samvinnuverkefni Veitna og Reykjavíkurborgar en auk þess hefur Borgarlínu verið úthlutað svæði undir starfsemi sína á torginu. Fyrsti áfangi er á Laugavegi, frá Snorrabraut að húshorninu til móts við Hlemm Mathöll. Í sumar verða lagnir og yfirborð einnig endurnýjað á Rauðarárstíg, frá Bríetartúni að Hlemmtorgi.

Nemendur kynnast iðn- og tæknistörfum

19. May 2022 - 11:50

Síðastliðin ár hefur OR samstæðan, í samstarfi við Árbæjarskóla, boðið nemendum í 10. bekk skólans upp á valáfanga sem kallast Iðnir og tækni. Í áfanganum gefst nemendum tækifæri til að kynnast fjölbreyttum iðn- og tæknistörfum sem unnin eru innan samstæðunnar og að vinna verkefni þeim tengdum. Á dögunum var haldin nokkurs konar uppskeruhátíð og um leið botninn sleginn í námskeiðið þetta skólaárið með kynningu nemenda á verkefnum sínum fyrir foreldra og kennara.