Rates

Rates are only available in Icelandic at the moment. Please note that all rates are published subject to typing errors.

Image alt text

Afltaxti

Viðskiptavinir með stórar tengingar (stærri en 500 Amper) eru á svokölluðum afltaxta. Taxtinn er frábrugðinn hefðbundnum orkutöxtum Veitna og felast töluverð tækifæri í honum fyrir fyrirtæki og samfélagið í heild.

Afltaxti virkar þannig að verðlagning byggir á því hámarksafli sem viðskiptavinur notar. Þau sem nýta heimtaugar/tengingar jafnt og vel, borga hlutfallslega minna á afltaxta en á hefðbundnum taxta. Aftur á móti greiða þau sem nota mikla orku yfir stuttan tíma hlutfallslega meira.

Aflið sem afltaxtinn byggir á er reiknað með því að orkufrekasta klukkustund hvers mánaðar er fundin, síðan er meðaltal tekið af fjórum af orkufrekustu stundunum yfir árið. Það er svokölluð afltala. Það þýðir að ef mjög háir toppar eru yfir árið þá stýrir það reikningnum sem viðskiptavinurinn fær.

Afltoppar að næturlagi, frá kl. 01-07, sem og á sumrin, júní, júlí og ágúst vega 60% af almennri mælingu, en afltoppar í maí og september vega 80% . Afltoppar á öðrum tímum gilda 100%.

Því lægri sem topparnir í orkunotkun viðskiptavinar eru, því lægri verður heildarreikningurinn á afltaxtanum. Viðskiptavinir geta með því að dreifa orkunotkun sinni, t.d. með því að nýta orku meira að næturlagi og þar með sparað fjármuni og sýnt samfélagslega ábyrgð með því að jafna álag á raforkukerfið eins og kostur er.