Um lýsingu á köldu vatni

Spurt & svarað um lýsingu á köldu vatni

Hvers vegna er verið að lýsa vatnið?

Til þess að tryggja gæði vatnsins með því að koma í veg fyrir að fjöldi örvera í neysluvatni verði of mikill. Örverur, eins og jarðvegsgerlar, geta náð ofan í grunnvatnið við sérstakar veður- og umhverfisaðstæður og borist þaðan í neysluvatnsborholur.

Af hverju er verið að gera þetta núna?

Við erum að tryggja öryggi afhendingar á köldu vatni til framtíðar.  Upp hafa komið atvik þar sem aukið gerlamagn var í vatninu sem við sækjum á neðra vatnstökusvæðinu í Heiðmörk. Lýsingin er öryggisventill og tryggir að við eigum nægt heilnæmt vatn fyrir alla.

Hvernig fer lýsingin fram?

Notaðir eru lampar sem gefa frá sér útfjólublátt ljós af þeirri bylgjulengd sem örverurnar eru viðkvæmastar fyrir og vatnið er leitt fram hjá þeim í örþunnu lagi.

Er mikil hætta á örverumengun í vatninu? 

Nei, sagan hefur sýnt okkur að svo er ekki. En við ákveðnar veður- og umhverfisaðstæður, aðallega í hlákutíð á veturna, getur það gerst.  Við erum með fjölda rannsókna í gangi til að fylgjast með við hvaða veðuraðstæður mesta hættan er á fjölgun örvera í vatninu.

Hvaða áhrif hefur þetta á eiginleika vatnsins

Nei, eiginleikar vatnsins breytast ekkert við lýsingu. Útfjólublá lýsing hefur einungis áhrif á kjarnsýrur örvera sem er mjög áhrifarík leið til að gera þær óvirkar og drykkjarvatnið öruggt til neyslu. 

Hvað er útfjólublátt ljós (UV)?  

Útfjólubláa ljósið er sá hluti sólarljóssins sem veldur því að við sólbrennum.  Mannsaugað greinir ekki útfjólublátt ljós en hægt er að fylgjast með því með mælitækjum.

Er þetta í fyrsta skipti sem vatn er lýst á Íslandi?

Nei, við hjá Veitum höfum lýst vatn úr opnum vatnsbólum lengi, m.a. á Akranesi, Reykholti, Stykkishólmi og í Borgarnes. Vatn er lýst hjá mörgum öðrum vatnsveitum hér á landi.

Hreinsar þetta allt?

Nei. Lýsing vatns er ekki hreinsiaðferð, heldur aðferð til að gera örverur óvirkar.

Verður allt vatnið alltaf lýst?

Nei, við munum einungis lýsa vatnið úr ákveðnum borholum yfir vetrarmánuðina þegar hætta er á hláku en þá er einnig mesta hættan á að örverum fjölgi í grunnvatninu.