Lang­holts­vegur yfir Skeið­ar­vog, Reykjavík

- .

Veitur endurnýja hitaveitu og rafveitulagnir

Um verkefnið: Verkefnið felst í því að endurnýja hitaveitu og rafveitu frá Langholtsvegi 120 yfir Skeiðarvog. Skipta þarf út gömlum lögnum sem eru að bila óþarflega mikið og í staðinn skal leggja lagnir sem eru öruggari.

Í framkvæmdinni þarf að þvera gatnamót Langholtsvegs við Skeiðarvog. Hjáleiðir verða settar upp og götulokanir verða á meðan þeirri vinnu stendur. Að öðru leiti er framkvæmdin að mestu í gangstétt en hjáleiðir verða settar upp fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Áhersla er lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks.

Vinnusvæði: Í gangstétt við Langholtsveg og Skeiðarvog og að hluta í götunum.

Tímaáætlun: Maí til september 2025

Verkefnastjóri Veitna: Auður Guðríður

Samskipti vegna framkvæmda: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna

Hvernig getum við aðstoðað þig?