Fast­eigna­salar

Hér geta fasteignasalar skráð sig inn og sótt upplýsingar um greiðslustöðu vatns- og fráveitugjalda.

Einnig má hér slá inn fasteignanúmer og sjá álagningu.

Image alt text

Aðgangur að greiðslustöðu vatns- og fráveitugjalda fyrir löggilta fasteignasala

Löggiltir fasteignasalar geta sótt stöðu vatns- og fráveitugjalda á vef fasteignasala. Til að fá aðgang að vefnum þarf að fylla út eftirfarandi form.

image (2)
Umsókn: Fylltu út "Hafa samband" formið á vefsíðunni okkar.

Beiðni um trúnaðaryfirlýsingu
: Eftir að umsókn þín hefur verið móttekin munum við hafa samband við þig í gegnum skráð netfang. Við óskum eftir að þú undirritir trúnaðaryfirlýsingu til að tryggja öryggi og trúnað upplýsinganna

Aðgangsupplýsingar: Að lokinni undirritun trúnaðaryfirlýsingarinnar munum við senda þér notendanafn og lykilorð svo þú getir nálgast upplýsingarnar á vefnum.


Með því að fylgja þessu ferli tryggjum við að aðgangur að viðkvæmum upplýsingum sé veittur á ábyrgan og öruggan hátt. Við hlökkum til að vinna með þér að veita bestu mögulegu þjónustu fyrir viðskiptavini þína. 

Upplýsingar til viðskiptavina við sölu/kaupum á fasteign.

Gott er að miðla eftirfarandi upplýsingum til þeirra viðskiptavina sem eru að flytja:

  • Að lesa af mælunum daginn sem þeir flytja út. Auðvelt er að tilkynna notendaskipti hér á vefnum okkar.
  • Að æskilegt sé að álestur á mæli sé tekinn sama daga og notendaskipti eru tilkynnt. Álestur má þó ekki vera eldri en tveggja daga gamall.

Álagning vatns- og fráveitugjalda eftir fasteignanúmeri.

Hér getur þú nálgast heildarálagningu vatns- og fráveitugjalda eftir fasteignanúmeri, fyrir valið ár.

Hvernig getum við aðstoðað þig?