Verð­skrár

Athugaðu að öll verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Hér getur þú nálgast verðskrár okkar

Einnig getur þú séð yfirlit yfir þjónustugjöld, eldri verðskrár og skýringar á afltaxta.
Til hliðar er að finna verðskrá heimlagna.

Öll verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við okkur í netspjallinu eða hér.

Þjónustugjöld

  • Þjónustugjöld

    TEXTIGRUNNVERÐMEÐ 11% VSKMEÐ 24% VSKGRUNNUR
    Seðilgjald250278310kr.
    Tilkynningar- og greiðslugjald8291102kr.
    Aukaálestur6.6467.3778.241kr.
    Skipting orkureiknings ²3.5343.9234.382kr./ári
    Tímaraðamæling 110,35 136,83kr./dag
    Tímaraðamæling án Netorkusendingar ³51,9364,39kr./dag
    Innheimtuviðvörun ⁴950  kr.
    Lokunargjald ⁵8.3069.22010.299kr.
    Lokunargjald fyrir lokun að beiðni notanda. Fyrir sumarhús, endurkoma vegna tengingar eða útkall v/ búnaðar notanda ⁶23.97526.61229.729kr.
    Gjald fyrir opnun utan dagvinnutíma ⁷23.97526.61229.729kr.
    Gjald fyrir innheimtuaðgerð þar sem nauðsynlegt er að grafa niður á heimæð ⁸390.682433.657484.446kr.
  • Skýringar á þjónustugjöldum

    1. Kalt vatn og fráveita bera ekki virðisaukaskatt. Húshitun ber 11% vsk og almennt rafmagn 24% vsk. Ef einhver hluti af reikningi er með 24% vsk bera þjónustugjöld 24% vsk. Dæmi, ef óskað er eingöngu eftir álestri af mæli fyrir húshitun ber álestrargjald 11% vsk. Ef jafnframt er lesið af rafmagnsmæli fyrir almenna notkun ber álestrargjald 24% vsk.

    2. Frá 15. sept. 2015 gildir þetta einungis um veitur sem skipt var fyrir þann tíma. Þessi þjónusta er ekki lengur í boði fyrir nýja aðila og verður aflögð fyrir árið 2024.

    3. Gjald fyrir tímaraðamælingu sem raforkunotandi óskar eftir og mældur afltoppur er undir 100 kW.

    4. 20 dögum eftir gjalddaga. Innheimtugjöld miðast við heimildir í reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar.

    5. Greiðsla fyrir aðgerðir að ósk sölufyrirtækis greiðist af viðkomandi sölufyrirtæki. Um er að ræða gjald sem lagt er á sölufyrirtæki til að standa undir kostnaði við lokunarferil sem það óskar eftir, seinkun á lokunarferli að ósk sölufyrirtækis skoðast sem ný lokunarbeiðni.

    6. Lokunargjald ef notandi óskar eftir tímabundinni lokun. Gjald fyrir endurkomu þegar umsækjandi hefur ekki uppfyllt sín skilyrði við áhleypingu. Gjald fyrir útkall vegna tilkynningar notanda um bilun sem reynist vera í búnaði húseiganda. Sé leitað eftir þjónustu utan dagvinnutíma reiknast 55% álag.

    7. Gjald er tekið fyrir opnun sem er framkvæmd eftir klukkan 16:00

    8. 25% álag reiknast á innheimtuaðgerð utan þéttbýlis.

Verðskrár

Hér er hægt að nálgast eldri verðskrár Veitna.

Skýringar

  • Afltaxti

    Viðskiptavinir með stórar tengingar (stærri en 500 Amper) eru á svokölluðum afltaxta. Taxtinn er frábrugðinn hefðbundnum orkutöxtum Veitna og felast töluverð tækifæri í honum fyrir fyrirtæki og samfélagið í heild.

    Afltaxti virkar þannig að verðlagning byggir á því hámarksafli sem viðskiptavinur notar. Þau sem nýta heimtaugar/tengingar jafnt og vel, borga hlutfallslega minna á afltaxta en á hefðbundnum taxta. Aftur á móti greiða þau sem nota mikla orku yfir stuttan tíma hlutfallslega meira.

    Aflið sem afltaxtinn byggir á er reiknað með því að orkufrekasta klukkustund hvers mánaðar er fundin, síðan er meðaltal tekið af fjórum af orkufrekustu stundunum yfir árið. Það er svokölluð afltala. Það þýðir að ef mjög háir toppar eru yfir árið þá stýrir það reikningnum sem viðskiptavinurinn fær.

    Afltoppar að næturlagi, frá kl. 01-07, sem og á sumrin, júní, júlí og ágúst vega 60% af almennri mælingu, en afltoppar í maí og september vega 80% . Afltoppar á öðrum tímum gilda 100%.

    Því lægri sem topparnir í orkunotkun viðskiptavinar eru, því lægri verður heildarreikningurinn á afltaxtanum. Viðskiptavinir geta með því að dreifa orkunotkun sinni, t.d. með því að nýta orku meira að næturlagi og þar með sparað fjármuni og sýnt samfélagslega ábyrgð með því að jafna álag á raforkukerfið eins og kostur er.

Hvernig getum við aðstoðað þig?