Í SAMBANDI - ALLA DAGA

Langar þig að fræðast um Veitur? Í þessu myndbandi má sjá hvaða verkefnum við sinnum frá degi til dags.

Slökkt á götulýsingu í kvöld vegna norðurljósaspár

28. september 2016 - 12:47

Í kvöld verður slökkt á götulýsingu á völdum stöðum í Reykjavík svo íbúar og gestir geti notið magnaðrar norðurljósasýningar sem spáð er á himni þegar aldimmt verður orðið í kvöld og nótt.    Norðurljósin hafa glatt Reykvíkinga að undanförnu og svo verður einnig í kvöld 28. september samkvæmt norðurljósaspá. Reykjavíkurborg hefur því ákveðið að slökkva götulýsingu í völdum hverfum milli kl. 22 og 23 en þá eru góðar líkur á mikilli virkni norðurljósa.  Virknin var góð seint í gærkvöldi og náði svo hámarki milli kl. 2 og 3 um nóttina. Miklar líkur eru á að svo verði einnig í kvöld. Til að norðurljósin sjáist betur og víðar mun verða slökkt á götuljósum í Reykjavík í kvöld á milli kl. 22 og 23. Verður slökkt á lýsingu í Vesturbæ, Miðborg, Hlíðum, Grafarvogi, Laugarási, Heima- og Vogahverfi, Túnum, Skólavörðuholti, Fellum, Bergum og Hólum í Breiðholti ásamt Seljahverfi.   Reykvíkingum ætti því að gefast einstakt tækifæri á því að sjá magnaða norðurljósasýningu í kvöld við betri aðstæður en oft áður. Enginn veit þó fyrr en eftir á hvenær virknin verður mest. Íbúar eru hvattir til að taka þátt og slökkva ljósin í íbúðarhúsum sínum líka svo myrkvunin verði sem mest og ljósmengun sem minnst. Þá mætti gjarnan slökkva á lýsingum bygginga í borginni.  Lögreglan, slökkviliðið og Orkuveita Reykjavíkur hefur verið upplýst um málið Fólk er hvatt til að aka einstaklega varlega á þessum svæðum og sýna tillitssemi á meðan myrkvun stendur.  Sjá frétt á vef Reykjavíkurborgar: http://reykjavik.is/frettir/slokkt-gotulysingu-vegna-nordurljosa-0

Starfsfólk Veitna tekur virkan þátt í Iðnum og tækni

28. september 2016 - 09:22

Þessi flottu krakkar hafa hafið nám hjá OR í Iðnum og tækni. Um er að ræða samstarfsverkefni með Árbæjarskóla sem hefur það markmið að kynna hversu fjölbreytt störf og tækifæri iðn- og tækninám hefur upp á að bjóða. Námið byggir á fræðslu, verklegum æfingum og vettvangsferðum og taka margir starfsmenn OR samstæðunnar, þ.m.t. fjöldi starfsmanna Veitna, þátt í kennslunni. Iðnir og tækni er samstarfsverkefni OR og Árbæjarskóla sem var ýtt úr vör haustið 2015. Verkefnið hefur það markmið að vekja áhuga nemenda á iðn- og tæknistörfum og kynna þeim þau fjölbreyttu störf og starfstækifæri sem iðn- og tækninám hefur upp á að bjóða. Á myndinni má sjá glæsilegan hóp nemenda þegar hann mætti í sína fyrstu kennslustund í Iðnum og tækni skólaárið 2016-2017. Námið er fjölbreytt og byggir á fræðslu, vettvangsferðum og verklegum æfingum. Eins og fyrr segir koma margir starfsmenn Veitna að kennslunni í vetur og munu miðla efninu af áhuga og þekkingu líkt og í fyrra.

 • Veitur ohf

  Bæjarhálsi 1
  Kt. 501213-1870

 • Þjónustuver okkar er opið alla virka daga frá kl. 8:00 til 17:00.

  Símanúmerið er 516 6000.
  Þú getur einnig sent okkur línu hér.

 • Þjónustuvakt er opin allan sólarhringinn í síma 516 6000.

  Afgreiðslustaðir okkar eru í Reykjavík, á Akranesi og í Þorlákshöfn. Nánar um afgreiðslustaði.