Í SAMBANDI - ALLA DAGA

Langar þig að fræðast um Veitur? Í þessu myndbandi má sjá hvaða verkefnum við sinnum frá degi til dags.

Lagnir vatnsveitu endurnýjaðar

26. júlí 2016 - 14:56

Framkvæmdir tengdar nýju lokahúsi vatnsveitu í Stigahlíð eru nú í fullum gangi. Þessa dagana er unnið hörðum höndum á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar við að endurnýja lagnir frá þeim stað er frá var horfið á síðasta ári. Þá var lögð 850 m lögn frá Laugavegi meðfram Kringlumýrarbraut. verða lagnir yfir í Stigahlíð endurnýjaðar og tengdar nýju lokahúsi eins og fyrr segir. Eins og sjá má á myndinni þarf að beina umferð gangandi vegfarenda annað og í byrjun ágúst verða tafir á umferð þegar grafa þarf upp og leggja lagnir undir Miklubrautina. Götunni verður þó ekki lokað. 

Lokauppbygging fráveitukerfa á Vesturlandi

19. júlí 2016 - 15:11

Vinna Veitna við sjólagnir frá Brákarey í Borgarnesi út í fjörðinn gengur vel. Lögnin er hluti af lokafrágangi uppbyggingar fráveitukerfa á Vesturlandi; Akranesi, Borgarnesi og Kjalarnesi. Lögnin verður lögð frá Brákarey út í fjörðinn að dælubrunni við Bjarnarbraut. Um er að ræða plastlögn, 450 mm og 500 mm, með steinsteyptum sökkum og verður hún að hluta grafin niður í sandbotninn. Áætlað er að framkvæmdin, sem hófst í vor, standi til haustsins. Íbúar á svæðinu hafa sýnt raski sem fylgir henni skilning enda mikilvægt að fráveitumál séu í sem bestum farvegi. Á meðfylgjandi mynd má sjá fyrirhugaða lagnaleið. 

 • Veitur ohf

  Bæjarhálsi 1
  Kt. 501213-1870

 • Þjónustuver okkar er opið alla virka daga frá kl. 8:00 til 17:00.

  Símanúmerið er 516 6000.
  Þú getur einnig sent okkur línu hér.

 • Þjónustuvakt er opin allan sólarhringinn í síma 516 6000.

  Afgreiðslustaðir okkar eru í Reykjavík, á Akranesi og í Þorlákshöfn. Nánar um afgreiðslustaði.