Sigtún í Reykjavík

- .

Endurnýjun fráveitulagna

Um verkefnið: Fráveitulagnir verða endurnýjaðar og sett tvöfalt kerfi, en það þýðir að ofanvatn, s.s. regnvatn, fer í sérstaka lögn og skólp í aðra. Það er bæði umhverfisvænna og hagkvæmara fyrir samfélagið til framtíðar, ekki síst vegna minna magns sem fer í gegnum hreinsistöðvar fráveitu. Slíkar lausnir eru ávallt notaðar þegar ný fráveita er lögð og það dregur úr álagi í fráveitu þegar úrkoma er mikil.

Tvöfalt kerfi fráveitu krefst þess að húseigendur tengi sínar fráveitulagnir í tvöfalt kerfi þegar heimlagnir fráveitu eru á annað borð endurnýjaðar. Nánar um heimlagnir fráveitu má lesa hér.

Lagðar verða nýjar heimlagnir að lóðarmörkum, bæði fyrir regnvatn og skólp. Heimlagnir fráveitu innan lóðar eru ávallt í eigu húseigenda.

Verkið verður unnið í áföngum og byrjað í enda götunnar. Það er ljóst að einhverjar takmarkanir verða á aðkomu bíla að húsum þar sem framkvæmdir eru hverju sinni en aðgengi hjólandi og gangandi vegfarenda verður tryggt allan tímann. Veitur munu að verki loknu ganga frá yfirborði.

Áhersla er lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks og ef því er ábótavant viljum við heyra af því án tafar.

Vinnusvæði: Í götu og gangstétt í Sigtúni, frá Kringlumýrarbraut að Gullteig.

Tímaáætlun: Apríl til Október 2025

Verkefnastjóri Veitna: Ólafur Þór Rafnsson

Samskipti: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna

Hvernig getum við aðstoðað þig?