- .
Veitur í samstarfi við Reykjavíkurborg endurnýja götu og lagnir
Um verkefnið: Reykjavíkurborg mun jarðvegsskipta í götunni og Veitur nýta verkefnið til að leggja nýjar fráveitu, hitaveitu, vatnsveitu og rafveitulagnir í götuna.
Lokað verður fyrir bílaumferð á verktíma en aðgengi gangandi vegfarenda tryggt.
Nýtt yfirborð verður hellulagt ásamt gróðurbeðum og gatan verður göngugata að verktíma loknum, þó verður aðgengi bíla að lóðum tryggt.
Nánar um framkvæmdina á vef Reykjavíkurborgar.
Uppfært 20.8.2925: Búið er að tengja lagnir og byrjað að loka skurðum. Áhersla er lögð á að ljúka þeim hluta sem er á Laugaveginum fyrir Menningarnótt og í kjölfarið verður skurðum lokað í Vatnsstíg og gengið frá yfirborði. Vegna tafa gerir ný tímaáætlun ráð fyrir að framkvæmdum með öllum yfirborðsfrágangi verði lokið um miðjan október.
Vinnusvæði: Vatnsstígur á milli Hverfisgötu og Laugavegar
Tímaáætlun: Mars til júlí 2025. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að framkvæmd í heild sinni verði lokið 18. október.
Verkefnastjóri Veitna: Auður Guðríður Hafliðadóttir
Samskipti fyrir hönd Veitna: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna