.
Möguleg truflun á afhendingu heitavatnsins
Veitur vinna nú að lagfæringu á hitaveitulögn við Sundlaugarveg. Í síðustu viku kom það upp að stærra svæði en áætlað var, varð heitavatnslaust. Leitað er að orsök þessa.
Í dag, 27. júní, verður viðgerð haldið áfram. Þá geta einhverjir íbúar og rekstraraðilar orðið fyrir hökti á afhendingu heita vatnsins. Brugðist verður hratt við ef svo verður.
Í heitavatnsleysi er fólki bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.