- .
Jarðvatn kemst í snertingu við heitavatnslögn
Uppfært 6.2.2025: Gufu er enn að sjá við Lágmúla. Unnið er að lausnum til að tryggja öryggi við holuna og að hjáleiðir séu færar.
Gufa stígur upp við Lágmúla.
Þetta er jarðvatn sem kemst í snertingu við heitavatnslögn og hitnar með þessum afleiðingum.
Mikilvægt er að fólk haldi sig frá staðnum því bæði gufan og vatnið eru mjög heit.
Starfsfólk Veitna er á leiðinni til að tryggja öryggi á svæðinu.
Það verður uppfært hér á síðunni eftir því sem upplýsingar berast.
Leiðrétt: Í fyrstu færslu stóð að leki væri á heitavatnslögn, en það er ekki rétt.